Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 4
82 Sameiningin hann þjónaði, en nú hefir hann tekið köllun safnaðar í Pennsylvania-ríki. Það er átakanlegt, hvað kirkjufélag vort hefir þurft að líða fyrir prestafæð, og enn þá flytur ástandið oss ótta. Dr. Haraldur Sigmar hefir, því miður, sagt lausu presta- kalli sínu í Vancouver, eftir fimm ára starf. Hann hefir flutt sig til Seattle og dvelur þar fyrst um sinn. Dr. Harald- ur er auðmjúkur og einlægur lærisveinn Jesú Krists, góður prédikari, trúr og samvinnuþýður starfsmaður, með heil- brigðar, háleitar hugsjónir. Hann hefir þjónað Kristi og kirkjunni með dygð og sóma, leyst af hendi ágætt starf í kirkjufélagi voru. Því miður átti hann í nokkrum erfið- leikum hin síðari ár vegna heilsuskorts, og er það ástæðan fyrir því að hann lét af starfi. Hann fór undir uppskurð síðastliðinn vetur, í Winnipeg, og nú síðan hann flutti til Seattle hefir hann haft annan uppskurð. Má vera, að þessi seinni uppskurður færi honum heilsu. Því myndu margir fagna, og ef það reyndist rétt, bíður hans nóg starf. Söfnuðurinn, sem Dr. Sigmar þjónaði, íslenzki söfnuður- inn í Vancouver, hefir víst ekki enn kallað prest, en hann sendi vini vorum, séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum, á íslandi, fyrirspurn um það, hvort hann vildi athuga köllun þaðan, og fékk jákvætt svar. Söfnuðurinn þessi hefir sterka köllun til þess að vinna mikilvægt verk fyrir Krist og kirkju hans — og einnig fyrir vort íslenzka fólk og aðra, sem sezt hafa að í hinni ungu bráðþroska borg á Kyrrahafsströndinni. Söfnuðurinn á nú lóð undir kirkju, og þar eru góðir liðsmenn, góðir drengir og vænar konur. Guð gefi þeim styrk til að reisa Drotni veglegt musteri á þessum afar áríðandi vettvangi. Vatnabygðir í Saskatchewan má telja meðal hinna veg- legustu vestur-íslenzkra bygða. Þar var fagurt og gott land, og þangað streymdi fjöldi íslendinga. Þar var einnig mikill félagsskapur og mikið um dýrðir á margan hátt. Þar voru um tíma tvö íslenzk lútersk prestaköll. Svo kom sundrung og margvísleg óhöpp, síðar prestsleysi, nokkur burtflutningur, og lamaðir kraftar. Prestar heimsóttu bygðina stöku sinn- um, en þar var skortur á samræmi og framkvæmdarafli. í fyrra heimsóttu þeir bygðina bræðurnir séra Harald og séra Eric Sigmar. Þeir störfuðu mikið og gáfu skýrslu sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.