Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 19
Sameiningin 97 brekku, stansaði vélin. í olíugeyminum var engin gasolía. Þarna vorum við þar til okkur var hjálpað. . . . Keyrarinn sagði bænir sínar yfir vélinni áður en við fórum af stað, en setti hvorki vatn í kæligeyminn né gasolíu í olíu- geyminn. Já, segjum bænir okkar í dag, en nema því aðeins að vér séum reiðubúnir að hjálpa til að gera þær að virkileika á morgun, eru þær harla lítils virði. „Yerið ekki aðeins beyrendur orðsins heldur gjörendur,“ segir Kristur. Það eru orð til okkar töluð. Hvað lízt ykkur? Guð biður þig ekki að gefa meira en þú getur; en hann biður þig að gefa það sem þú getur. Evangeliskt starj Síðasta þing samþykti nokkrar yfirlýsingar þessu við- víkjandi, og lagði gott til þessa máls. Prótestantiskar kirkjur Vesturheims lögðust hér sterklega á árar og höfðu sam- komur, og vildu vekja kristinn lýð til meiri áhuga fyrir kirkju og kristni. En engin formleg samtök höfðum vér meðal vor um þetta. Séra Eric Sigmar mun hafa tekið þátt í sumum þessara samkoma og með öðrum kirkjum, og höfðu þær hin beztu áhrif. Slíkt vekjandi kristnistarf gerði oss gott, og ættum vér að taka ákveðin spor í þessa átt nú á þinginu með meira en samþyktum einum. Gefið þessu athygli yðar. Lutheran Worlci Action Þetta merki er líknarhönd kirkjunnar til lamaðrar og sundurtættrar Evrópu og líðandi landa og þjóða. Canadiskar lúterskar kirkjur settu sér $100,000 takmark; inn til þess hafa gjafir okkar runnið. Enn er þörf þessa líknarstarfs, cg munu skýrslur féhirðis sýna þátttöku vora þetta ár. Hugur margra hneigist einmitt til svona kristins starfs, og ættum vér að hafa það einnig á safnaðarstarfsskrá vorri. Margt smátt gerir eitt stórt, og munu gjafir okkar hjálpa enda þótt smærri væru en fyrri árin. Christian Higher Education Year I þessu máli gerðum við nokkrar samþyktir í fyrra, en breyfðum ekki mikið frekar á árinu. Vér erum í þakklætis- skuld við menntastofnanir U.L.C.A. og fleiri kirkna fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.