Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 13
Sameiningin 91 á presti að halda. Stúdent Stefán verður hér á þingi, og vænti ég að við veitum honum sömu réttindi sem öðrum er þing sitja. Einnig mun þess þörf að vér sjáum honum fyrir nokkrum stúdentastyrk úr mentasjóði vorum, þar sem hann er að vinna sig áfram eftir beztu getu, sem er dýrt að gera nú á tímum. Það legg ég til hér með. Rev. Amundson, sem þjónað hefir nú seinustu árin Melankton söfnuði, lét af því starfi í haust til þess að leita frekara náms. Hann tilheyrði Norwegian Free Church, og atti heima í Barton, N. Dak. Þetta starf gekk ágætlega. Þegar hann nú fór, fanst söfnuðinum að vel færi að halda áfram slíku samstarfi, þar er ekki var neitt annað lúterskt starf af tengja sig við; og sömdu þeir við stúdent prest sem tók við starfi Amundsons um framhaldandi starf í sumar. Engin íslenzka kemur hér til; en þessi söfnuður lætur ekki tungumál hefta þroska kristins starfs. Vel væri ef við gætum öðruhvoru heimsótt fólk þetta með íslenzkum messum. Séra Octavius Thorláksson, sem nú um nokkur ár hefir unnið preststörf hjá óháðum söfnuði í Berkeley, Calif., þyrfti á meira starfi og vissara að halda. Hinn reynsluríki og áhugasami starfsmaður svo sem bezt getur, hefir ekki ennþá getað unnið starf hjá oss. En í huga ættum við að hafa hann, er vér reynum að ráða bót á prestleysi kirkjufélagsins. Ýmislegt um starfið heima í söfnuðum Það hefir ekki tíðkast, að söfnuðir sendi forseta kirkju- félagsins umsögn um heimastarfið. Sameiningin myndi þó hér geta verið fréttamiðill meðal vor, ef vér gerðum meira af slíku. Einnig „Our Paris Messenger“. Vér gætum bætt ráð okkar mikið í þessu tilliti. Eg vil lítillega minnast á nokkuð af því er söfnuðir hafa mér vitanlega framkvæmt í heimastarfi. Hér, þar sem við stöndum, hefir Árdals söfnuðurinn endurbætt kirkju sína og fegrað. Gerir það kirkjuna fegra hús og fullkomnara. Geysissöfnuður hefir nú raflýst kirkju sina og prýtt; kostaði það mikið, en fólkið hefir gjöfult þannig prýtt sitt Drottins hús. Brœðra söfnuður hefir einnig mikið gert til að prýða og fullkomna sína kirkju. Selkirk söfnuður vígði ekki alls fyrir löngu „memorial window“, um fallna hermenn í hinum fyrri og síðari stríðum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.