Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 24
102 Sameiningin Safnaða kvenfélög eru 35, en meðlimir þeirra alls 1,037 konur, eða 126 meðlimum hærri en í fyrra. Ungmennafélög eru 6, með 191 meðlim; en í fyrra voru talin 4 fleiri félög og 34 fleiri meðlimir. Kirkjubyggingar eru virtar á $195,810; og hygg ég að sú tala ætti að vera yfir $200,000 (þar sem mér er kunnugt um viðbót á kirkjuhúsum og nýja kirkjubyggingu einnig, sem ekki hafa komið fram í skýrslum safnaða). Presthús eru virt á $39,320; aðrar eignir, eins og gafreitir, hljófæri, bækur, byggingarsjóðir, o.s.frv., samtals $24,678. Safnaðar eignir samtals eru virtar á $259,808, sem er $16,078 meira en í fyrra. Á móti þessum eignum eru skuldir, sem nema $4,000; hafa þær minkað um $400 á árinu. Fé notað til safnaðaþarfa á árinu nam $49,455, og er það $427 lægri upphæð en í fyrra. Gjafir safnaða til starfs út á við voru alls $7,232, og hafa því hækkað um $1,007 á árinu. Starfsfé alls $56,687, sem er $584 meira en í fyrra. Þrjár prestsekkjur og einn prestur njóta eftirlauna. Á kirkjuþingi í Arborg, Man., 23. júní 1950. B. A. BJARNASON, Skrifari Kirkjufélagsins ☆ ☆ ☆ Skýrsla Betel nefndar Háttvirta kirkjuþing ! Yfirleitt má segja það, að starfræksla Betel elliheimilis hefir á umliðnu ári gengið vel, þrátt fyrir all-mikil veikindi er verið hafa. Úr ýmsum aðkallandi erfiðleikum hefir rætzt. Góður hugur ríkir á heimilinu yfirleitt, bæði meðal vist- fólks og starfsfólks; er það jafnan mikils um vert, ekki sízt á jafn stóru heimili eins og Betel er. Nefndin þakkar húsmóður heimilisins, Mrs. J. Augustu Tallman, fyrir ágætt starf á umliðnu ári, fyrir skilning á hlutverki því, er hún hefir með höndum, samfara um- hyggjusemi og árvekni í starfi hennar í allri merkingu. Sinn stóra hlut á hún í að skapa ánægju þá, sem á heimilinu er ríkjandi. Einnig þakkar nefndin öllu starfsfólki fyrir góða þjón- ustu, er það hefir af hendi leyst í þarfir heimilisins á um- liðnu ári. Við burtför séra Skúla J. Sigurgeirsonar úr Gimli

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.