Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 34

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 34
112 Sameiningin 10. Féhirði Kirkjufélagsins, hr. S. O. Bjerring, vottum vér innilegt þakklæti fyrir 18 ára starf hans í því embætti, unnið ávalt með stakri alúð og trúmensku; svo og fyrir gjörvalt starf hans í þarfir félagsins. Vér biðjum góðan Guð að blessa hann og veita honum náð til að vinna enn með oss í mörg ár í þjónustu Frelsarans. Þar sem forseta vorum hefir verið falið að svara kveðj- um bræðra vorra, séra Kristins og séra Carls, og færa þeim heillaóskir þessa kirkjuþings, þá hefir nefndin þar engu við að bæta. Á kirkjuþingi að Riverton, Man., 26. júní, 1950 G. GUTTORMSSON, R. MARTEINSSON, J. J. BILDFELL YFIRLÝSING Þingið vottar Arborg-Riverton prestakalli, kvenfélögum safnaðanna og öðru fólki á þessum stöðvum, innilegar þakk- ir, og árnar þeim blessunar Drottins, fyrir þær ágætu við- tökur sem vér höfum notið hér og munum seint gleyma. Á kirkjuþingi að Riverton, Man., 26. júní, 1950. G. GUTTORMSSON, R. MARTEINSSON, J. J. BILDFELL — KVEÐJA — Vér biðjum Sameininguna að flytja öllu fólki kirkju- félags vors vinsemdarkveðjur, hugheilar óskir um sanna velferð bæði andlega og líkamlega. Vér höfum ósk gagnvart öllum Vestur-íslendingum, og engu síður gagnvart bræðr- um vorum á ættjörðinni. Vér óskum, að allir mættu þiggja blessun Guðs. — Afsökunar biðjum vér á því, hve seint þetta blað kemur út. Seint af því að það sem átti í blaðið að fara gat ekki verið tilbúið eins snemma eins og æskilegt hefði verið, þótt að því væri unnið á allan hátt eftir því sem unt var. — Meðan ég var burtu úr bænum, hljóp séra Valdi- mar Eylands undir bagga með prófarkalestur og að raða niður efni. Rúnólfur Marleinsson

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.