Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 12
90
Sameiningin
vania, og hyggst að taka þar preststarf. Á þeim tæpum tveim
árum, sem hann hefir þjónað Blaine prestakalli, hefir starfið
aukist og náð festu. Sunnudagaskóli hefir fimmfaldast;
kirkjan úti sem inni endurbætt og máluð. Um fimtíu hafa
bæzt í söfnuðinn. Hamlað hefir það söfnuðinum, að Hanson
mátti ekki íslenzkt mál mæla (svo sterk er hin gamla taug
íslendingsins); en hvort það hefir nú ráðið burtför hans,
eða mun ráða kosning nýs prests, veit ég ekki. Það er á valdi
safnaðarfólks og leiðtoga.
Mun mega segja í öllum þrem prestaköllunum — Gimli,
Vancouver og Blaine — muni ráða nokkru um gæfusamlega
úrlausn prestleysis og framtíðarstarfs hvort safnaðarfóik
lætur tungumál notað við guðsþjónustur safnaðanna ráða
kristnu samstarfi. Leiðbeinandi huga og bendingar þeirra,
sem reynslu hafa á þessu, væri gott að prestaköll þessi vildu
athuga af hjarta.
Séra G. P. Johnson hefir veitt á árinu nokkra þjónustu
við Elliheimilið Stafholt, í Blaine. Einnig mun hann hafa
haft nokkrar guðsþjónustur með íslenzku fólki, sem gekk
úr Blaine söfnuði fyrir nokkrum árum er hann lét þar af
starfi. Séra Guðmundur hefir bakarí og brauðverzlun í
Bellingham, sem bindur hann starfi þar.
Séra Rúnólfur Marteinsson D.D., heflr verið stöðugt að
starfi hjá prestlausum söfnuðum gegnum árið. Er það mikil
Guðs blessun að hann hefir þannig getað leyst úr vandræðum
svo margra safnaða. Getum við ekki það fullþakkað, sem
hann hefir unnið, heldur biðjum Guðs blessun yfir starf hans,
líf og heilsu. Virðast manni orð Páls heyrast í virkileika:
„Alt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“
Við þökkum séra Rúnólfi.
Eg vil einnig minna hér aftur á séra H. Sigmar D.D.
Hann getur unnið mikið starf, og óskar eftir starfi hjá
söfnuðum vorum; ætti kirkjufélagið að minnast þess nú í
prestleysi voru.
Þá hefir Stúd. Theol. Stefán Guttormsson síðan 4. júní
þjónað í hinum nýja söfnuði í Cavalier, N. Dak. Hann heíir
lokið eins árs námi við Northwestern Seminary, í Minne-
apolis. Starfi hans og persónu hefir verið tekið með ágætum
þar. Vinnur hann einnig á vegum Northwest Synod, og
þjónar Bathgate Lutheran Church. Hann mun hverfa aftur
til skóla síns með haustinu, og þarf þá Cavalier prestakall