Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 27
Sameiningin 105 á andvirði þess, að upphæð $200, kom í hendur féhirðis á þessu ári. Á þessu ári greiddi nefndin til Elliheimilisins á Moun- tain, N. Dak., lokaborgun, að upphæð $7,737.50. Áður hafði verið greitt til Elliheimilisins þar $7,262.50 (samkvæmt síðustu ársskýrslu); er þetta alls $15,000. Fé geymt „in trust“ fyrir vistfólk á Betel nemur $8,740.08, og birtist nú í fyrsta sinni í fjárhagsreikningi heimilisins, samkvæmt ráðleggingu yfirskoðunarmanns. Samanlagður reksturskostnaður heimilisins fyrir árið var $30,175.65, er nemur til jafnaðar nærri $42 á mánuði fyrir hvern einstakan vistmann. Bendir þetta til að hækka þurfi gjöld vistmanna, þeirra er gjaldþol hafa til þess, upp úr því sem að nú er. Til jafnaðar téðum reksturskostnaði, greiddi vistfólk $26,353.60, er gerði tekjuhalla er nemur $3,833.15. Innheimt í gjöfum $2,021.20; rentur og deilistofn (dividend) $741.68; tillag frá Manitoba fylki $50; samtals $2,812.88. Varð því að draga úr viðlagasjóði $1,009.27, til að jafna mismuninn. Samtímis voru lagðir inn í „Pioneer Memorial Fund“ dánargjafir (þegar upptaldar) að upphæð $2,454.59. Að lokum fylgir hér með nöfn þeirra, er látist hafa á árinu, og einnig nöfn þeirra er fengið hafa inngöngu á heimilið; eru tölurnar bundnar við tímabilið frá 1. júní 1949 til 1. júní 1950. Nöfn látins vistfólks, frá 1. júní 1949 til 1. júní 1950: Erlendur Guðmundsson, Sigríður Friðriksson, Jón Helga- son, Finnbogi Thorkelsson, Sigurbjörg Thordarson, Ólafur Jónasson, Sumarliði Hjaltdal, Helga Gíslason, Sigurbjörg Jónsson, Pálína Eggertsson og Guðmundur Nordal. Látnir á árinu: 5 konur, 6 menn, samtals 11. Hólmfríður Johnson, er kom á heimilið á árinu, fór burt eftir fárra mánaða dvöl. Inngöngu á heimilið frá 1. júní 1949 til 1. júní 1950 fengu: Kristrún Thorarinson, Jón Stefánsson, Hólmfríður Johnson, Daniel Pétursson, Thora Pétursson, Guðmundur Johnson, Matthildur Borgfjörð, Sigríður Landy Swain Swainson, Steinunn Valgarðsson, Kristjana Lovísa Johnson og Hólmfríður Gíslason. Inngöngu á árinu fengu því 8 konur, 4 menn. Á heim- ilinu nú eru 29 konur og 30 menn. —NEFNDIN

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.