Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 31
Sameiningin
109
on Evangelism“, og í ritum þeirra um „Every Member
Visitation“.
ANNA M. JÓNASSON, MRS. CAROLINE HANSON,
S. ÓLAFSSON
Nefndarálit um Trúmálafundi
Þingnefndin, sem falið var að athuga 14. mál á dagskrá,
um trúmálafundi, leggur til:
1. Að trúmálafundir séu haldnir í söfnuðum, þar sem
að það er unnt, og að vandað sé til undirbúnings þeirra af
fremsta megni.
2. Að eitt kvöld á hverju kirkjuþingi sé sérstaklega
helgað trúmálaumræðum, og sé eingöngu til þess varið.
MRS. CAROLINE HANSON, ANNA M. JÓNASSON,
S. ÓLAFSSON
Nefndarálil í Úigáfumáli
1. Nefndin í útgáfumáli ræður til þess, að rit Kirkju-
félagsins — Sameiningin, Parish Messenger og Gjörðabókin
— séu, á næsta starfsári, gefin út á sama hátt og síðastliðið
ár, með sömu ritstjórum og sömu ráðsmönnum.
2. Nefndin sér brýna nauðsyn þess, að fjölgað sé áskrif-
endum beggja tímaritanna; og finnur hún það helzta ráð,
að biðja alla söfnuðina að leggja hönd á það verk að útvega
blöðum þessum fleiri kaupendur. Vér skorum á sérhvern
söfnuð vorn að skoða þetta verk sem eitt af ákveðnum
starfsmálum sínum, er honum beri að inna af hendi. Vér
mælumst enn fremur til þess, að allir erindrekar þessa
þings efli þetta mál af alefli.
3. Nefndin æskir þess, að sem allra flestir söfnuðir kaupi
upplag af Parish Messenger, og útbreiði blaðið svo það nái
til sem allra flestra.
4. Enn fremur fer nefndin bónarveg að öllum söfnuðum
Kirkjufélagsins, að láta fréttir af starfi sínu birtast í Parish