Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 32
110 Sameiningin Messenger eða í Sameiningunni. Vér leggjum prestunum það á hjarta að styðja að því, að þetta komist í framkvæmd. MRS. H. HALLSON, BARNEY STEVENSON K. N. S. FRIDFINNSON, STEFÁN STEFÁNSSON, RÚNÓLFUR MARTEINSSON Tillögur Yfirlýsinganefndar 1. Svohljóðandi kveðjuskeyti leggjum vér til að for- seti sendi fyrverandi forseta kirkjufélagsins, Séra Haraldi Sigmar D.D.: „Þar sem Dr. Haraldur Sigmar hefir orðið að leggja niður starf sitt í Vancouver söfnuði, sökum van- heilsu; og þar sem hann hefir þjónað söfnuðum félagsins í fjörutíu ár, annaðist forseta embætti félagsins í fjögur ár, og gegndi öðrum markskonar störfum á vegum þessa félags; og þar sem hann hefir innt af hendi gjörvöll verk sín með dygð og góðum árangri; og þar sem hann hefir áunnið sér virðingu og vináttu fólks vors í öllu sínu starfi: þá vottar þingið Dr. Haraldi hluttekningu og samúð í þessu böli, og biður Guð að gefa honum góðan bata, og mátt til meira starfs í kirkju Krists“. 2. Svohljóðandi skeyti sendi forseti ekkju séra Friðriks Hallgrímssonar: „Kirkjufélagið harmar fráfall séra Friðriks Hallgrímssonar, dómkirkjuprests í Reykjavík, tjáir ekkju hans og börnum innilega samhrygð sína, og minnist með þakklæti hins ágæta starfs, sem séra Friðrik vann í þessu kirkjufélagi, bæði sem prestur og kirkjufélags skrifari, svo og fyrir ljúfmensku hans í allri samvinnu, og trygð hans við starf og stefnu félagsins. Vér biðjum góðan Guð að hugga og styrkja ástvini hans í hinni þungu sorg þeirra“. 3. Forseti sendi þetta skeyti fyrir hönd þingsins til ekkju séra Péturs Hjálmssonar: „Vér minnumst með hlý- leik og söknuði hins góða og ötula starfsbróðurs vors, séra Péturs Hjálmssonar, og starfsins sem hann vann á trúboðs- svæðum vorum í Alberta og víðar, jafnvel eftir að hann misti sjónina. Vér biðjum Guð að blessa og hugga ekkjuna, sem syrgir fráfall hins góða, trygga kennimanns11.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.