Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 5
Sameiningin 83 virtist gefa mönnum vonir um endurreisn Lútersks starfs í þessari fögru sveit. Með þá von í sál fékk trúboðsnefndin séra Skúla Sigurgeirsson til að hefja þar starf 1. nóvember síðastliðinn. Hann hefir starfað þar síðan. Að öllu leyti hef- ir honum verið borgað af trúboðsnefnd U. L. C. Hann hefir unnið sér vinsældir fólksins, og hann er þakklátur fyrir persónuleg gæði þess; en starfið hefir ekki náð þeim þroska sem vér þráðum, og nú er óvíst um áframhaldið. Svoneínt Gimli-prestakall, samanstendur af 4 söfnuðum í Nýja íslandi: Víðiness, Gimli, Árness, og Mikleyjar-söfn- uðum. Það hefir nú verið prestlaust eitt ár. Prestakallið sendi séra Haraldi Sigmar í Seattle köllun, en hann hafnaði. Ekki hefir neinn annar prestur verið kallaður, og presta- kallið hefir liðið stórkostlega fyrir þetta starfshlé. Gimli var fyrsti staðurinn í Manitoba þar sem talað var um, á fundi, að fá íslenzkan prest. Og má vera, að nú sé betra tækifæri fyrir kirkjustarf á Gimli, en nokkurntíma hefir áður verið. Guð komi til fólksins þar og gefi þeim, er þar búa mátt og vísdóm til að gjöra eitthvað, sem um munar. Það var nýnæmi að fá söfnuð inn í kirkjufélagið á þessu þingi. Skal nú með fáum orðum segja þá sögu. Þegar lúterskt kirkjufélag, sem nefnist Northwest Synod, tilheyrandi United Lutheran Church, fór að rannsaka tækifærið til þess að stofna söfnuð í bænum Cavalier í Norður-Dakota, kom það í ljós að meiri hluti þeirra, er fúsir voru að ganga í þann söfnuð, voru íslendingar. Af hreinu göfuglyndi fanst þessum mönnum það rétt og sanngjarnt að gefa íslenzka kirkjufélaginu tækifærið til að stofna söfnuðinn. Kirkju- félag vort tók boðinu með.þökkum og sendi séra Bjarna A Bjarnason til að vinna verkið. Eftir mánaðar undirbúnings- starf stofnaði hann þar söfnuð, 16. okt., 1949, og er söfnuð- urinn nefndur United Lutheran Church of Cavalier. Séra Egill H. Fáfnis, forseti Kirkjufélagsins lagði einnig fram mikið starf þessu máli til stuðnings. Með miklum fögnuði tók Kirkjufélagið á móti þessum nýja söfnuði á þessu þingi. Þessum söfnuði þjónar yfir sumarmánuðina, hr. Stefán Guttormsson, guðfræðinemi við Northwestern Lutheran Seminary í Minneapolis, Minnesota. Hann hefir eignast miklar vinsældir þar og vinnur verk sitt frábærlega vel.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.