Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 23
Sameiningin 101 er ástand þannig í kirkjufélaginu, að á safnaðaskrá eru 43 söfnuðir, eins og í fyrra. Þar við mun sennilega bætast á þessu kirkjuþingi einn söfnuður. Prestar kirkjufélagsins eru þrettán, tveimur færri en í fyrra. Séra Pétur Hjálmsson, sem vígður var árið 1903, cg lengst af hefir dvalið og þjónað í Markerville, Alberta, andaðist þ. 30. janúar s.l., og var jarðaður í Tindastól grafreit þar í bygð þ. 2. febrúar. Hann var orðinn nálega 87 ára gamall, og búinn að vera blindur í nálega 20 ár, er hann var kallaður heim til síns eilífa hlutskiftis. Séra Arthur S. Hanson segir skilið við kirkjufélag vort, eftir þriggja ára þjónustu í Blaine prestakalli, til að taka að sér nýtt starf i prestakalli í Pennsylvania ríki. Átta prestar þjóna presta- köllum og trúboðssvæðum sem fasta prestar. Þetta er tveim prestum færra en í fyrra. Þó bætist væntanlega einn prestur í hópinn á þessu þingi, og verður talan þá níu fastaprestar. Tíu söfnuðir kirkjufélagsins eru án ákveðinnar fasta- þjónustu prests. Þrír söfnuðir, sem ekki hafa heimaprest, hafa samið um einhverja prestsþjónustu við presta í öðrum héruðum. Tala safnaðameðlima er: Fermdir 4,996; ófermdir 2,250; alls 7,216. Þessar tölur eru hærri en í fyrra. Tala altarisgesta er 136 meiri en í fyrra, og teljast nú að vera 1,907 manns. Virðist því andlegt ástand safnaða vorra, að jafnaði, þannig vera, að 38 af hverju hundraði fermdra meðlima ganga til altaris, „sér til trúarstyrkingar og eflingar í öllu góðu“. Þessi hlutföll þurfa að vera mikið hærri, því okkur veitir ekki af ríkulegri náð Guðs. Skírnir barna hafa verið 196, fullorðinna 11, alls 207. Fermingar 89. Útganga með lausnarbréfi 22 manns; inn- ganga með lausnarbréfi 37 manns. Innganga í söfnuði á annan hátt 62 manns; en útgengið úr söfnuðum þannig 148 manns. Dauðsföll á árinu voru 76 manns. Sunnudagsskólar eru 29, sama tala og í fyrra; kennarar cg starfsfólk 186, þremur færri en í fyrra; nemendur í sunnudagaskólum 1,395, sem er 12 færri en í fyrra. Á skrá væntanlegra nemenda (Nursery Roll) eru nöfn 114 ungbarna. Innan kirkjufélagsins eru þrír karlaklúbbar, á móti einum í fyrra; og telja þeir samtals 84 meðlimi. Fimm félög fyrir karla og konur telja 74 meðlimi, svipað og í fyrra.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.