Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 17
Sameiningin
95
Sálmabók vor hin íslenzka er óðum að renna til þurðar.
Stílinn eigum vér, en hvort enn er þörf að endurprenta
hana getur þingið af skýrslu féhirðis tekið niðurstöður um.
Hugvekjur þingprests okkar í fyrra hafa nú nokkrir
vinir hans látið prenta. Verður upplagið hér á þingi; og
var hugmyndin að söfnuðir tæki að sér sölu þeirra, og að
ágóðinn gengi til höfundarins þótt ekki yrði nein stór
upphæð. Vona ég að söfnuðir bregðist vel við þessu. „Guð
í Hjarta“ er nafn þessara hugvekja séra Rúnólfs
Marteinssonar.
„Parish Messenger“ kom út á árinu undir ritstjórn
séra V. J. Eylands. United Lutheran Church, sem í liðinni
tíð hefir styrkt útgáfuna, hætti því snemma á árinu, og
mun útgáfan ekki hafa borið sig fjárhagslega. Ýmislegt var
það sem síðasta þing lagði til að söfnuðir gerðu til þess
að útbreiða ritið, en harla fátt af því var framkvæmt.
Úrlausn verður þetta þing að finna, sem dugar. Skýrsla
blaðsins mun glöggva hugi manna á þessu, þegar hún
verður lögð fram.
Sameiningin kom út á árinu, svo sem ákveðið var.
undir ritstjórn séra S. Ólafssonar, sem hefir verið ritstjóri
hennar nú nokkur ár. Mætti um hana segja, að hún sé
minna háð „veðrabrigðum kaupendanna11 en hið enska rit.
Hennar rætur standa djúpt í sögu vorri og starfi. Enda þótt
þeim fækki eitthvað sem hana kaupa og lesa, mun komu
hennar sem svarar í hverjum mánuði jafnan vera vel tekið.
Hversu blaðaútgáfa vor mætti blómgast, og gilda meira í
öllu starfi, er eitt af okkar aðal málum. Ef ekkert blað væri
gefið út frá okkar hendi, yrðum við sem þegjandi kirkjufé-
lag álíka þegjandi prédikarar. Gefið þessu einlægan hug
ykkar og leysið úr því sem bezt má kristni vorri til heilla
verða.
Trúboðsstarf
Heimastrúboðsstarf vort og heiðingjatrúboðsstarf er,
eins og áður, í samvinnu með U.L.C.A. Nefnd vor leggur á
ráðin og hefir umsjón með starfinu, velur menn og ræður
enn á heimatrúboðssvæðum kirkjufélagsins. En kostnaður
kemur úr sameinginlegum sjóði kirkjunnar, sem vér leggj-
um í með gjöfum okkar til „Apportionment“ eða „Income
Objective“ eða „Missions and Benevolence“ — kallið það
hvað sem þér viljið.