Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 3
Sameiningjn___________________________________ A quarterly, in support of Church and Christianity amongst Icelanders. Published by The Evangei.ical Lutheran Synod of North America Authorized as Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa. Editor: REVEREND VALDIMAR J. EYLANDS, D.D. 686 Banning St.. Winnipeg, Manitoba. Canada Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man., Can. Séra Sigurbjörn Einarsson, prófessor: VERE DIGNUM (Flutt í Hallgrímskirkju í minningarguðsþjónustu um Hallgrím Pétursson að kvöldi 27. okt. 1952) Og ég sá og heyrði raust margra engla hringinn í kring- um hásætið og verurnar og öldungana, og tala þeirra var tíu þúsundir tíu þúsunda og þúsundir þúsunda. Þeir sögðu með hárri röddu: Mdklegt er lambið hið slátraða að fá máttinn og rikdóm og vizku og kraft og heiður og dýrð og lofgjörð. Og sérhverja skepnu, sem er á himni og jörðu og undir jörð- v.nni og á hafinu, og allt, sem í þeim er, heyrði ég segja: Hon- um, sem í hásætinu situr, og lambinu sé lofgjörðin og heiður- inn og dýrðin og krafturinn um aldir alda. Og verurnar fjórar sögðu amen og öldungarnir féllu fram og veittu lotning. (Opinb. 5,11—14). I. Upp, upp mín sál. Þannig byrja Passíusálmarnir. Þannig hefur Hallgrímur kynslóð eftir kynslóð haft orð fyrir íslenzkri alþýðu og hún stafað orðin eftir, tekið undir með honum: Upp, upp mín sál. Upp frá angri liðins dags, frá áhyggjuefnum kom- andi tíma, frá striti og þreytu, andstreymi og undirokun, hugri og kulda, hörmum og kröm. Lít upp, lyft sál þinni upp. Minnztu þess, sem eitt er mikið, svo háleitt, að allt þetta hitt, sem skyggir fyrir augu, smækkar ofan í ekkert, og jafn- framt svo nákomið þér, að návígi daglegra nauða þokar og hverfur. Minnztu þess, sem gerir þig stóran í allri þinni

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.