Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 29
Sameiningin
2?
og er svo til ætlast að söfnuðirnir deili hver sinni upphæð á
meðlimi sína, og sjái um að þetta gjald sé greitt. Fjárhags-
áætlun síðasta kirkjuþings nam $10.000. Fljótt á litið virðist
þetta vera há upphæð, en í reyndinni nemur þetta aðeins
10 centum á viku fyrir hvern starfandi meðlim, sem nú
telst til safnaða félagsins, eða $5.20 á ári. Þegar þetta er
ritað, er aðeins lítill hluti þessara safnaðargjalda, kominn í
hendur féhirðis.
Hvað veldur þessu fálæti í kirkjulegum fjármálum
okkar?
Fátækt, mundu sumir segja. Ef það er fullnaðarsvar,
þá er ekki mikið við því að segja. En ef við erum svo fátæk,
að við getum ekki tekist neina verulega samfélagslega
ábyrgð á herðar, þá ættum við að gera okkur það ljóst á
kirkjuþingum, en ekki að eyða tíma okkar í að semja og
samþykkja kirkjuþingaákvarðanir, ef engin veruleg alvara
fylgir máli. Við ættum að gera þau heit, og þau loforð ein-
göngu, sem við ætlum okkur að standa við; það eitt getur
talizt heiðarlegt.
Sundrung og sinnuleysi, mundu aðrir segja að væri
sanni nær. Samkvæmt kenningu Krists erum við, allir
menn, ráðsmenn yfir gjöfum Guðs. Enginn hefir neitt það,
sem hann hefir ekki þegið að láni, hvort heldur það eru
fjármunir eða hæfileikar. Nú er þess vænst af ráðsmönnum
að þeir séu trúir, og að þeir skili því aftur, sem þeim er falið
til gæzlu. Af því, sem að ofan greinir, virðist mega ætla að
hin kristilega ráðsmannshugsjón sé enn sem komið er harla
vanþroska hjá okkur að því er fjármál snertir til kirkju-
legra þarfa.
Þá kemur það til greina, hvort meinsemd kirkjufélagsins
sé fyrst og fremst skortur á andlegri leiðsögn og kristilegri
uppfræðslu. Nú eiga prestarnir að vera andlegir leiðsögu-
menn og uppfræðarar safnaðanna, og þeir eru það, hver
eftir getu sinni og hæfileikum. En prestarnir eiga erfiða
aðstöðu að mörgu leyti. Flestir þeirra eru illa launaðir, og
eiga sína tímanlegu velferð undir velvild safnaða sinna. Ef
heilsa þeirra bilar, eða dauðinn kallar þá, eiga fjölskyldur
þeirra fá fjárhagsleg úrræði. Undir þeim kringum-
stæðum er þess naumast að vænta, að þeir beiti sér fyrir
málum, sem þeir vita fyrirfram að eru óvinsæl hjá forráða-
mönnum safnaða sinna. Kirkjufélag okkar er myndað af