Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 15
Sameiningin 13 VORIÐ KEMUR Vorið kemur, verðir Ijóssins kalla: Vdkið, lítið morgunroðans glóð. Myrkrin liopa, hlekkir dauðans falla. Höndin milda opnar lífsins sjóð. Heyrið vorsins hörpustrengi gjalla; heyrið, nemið vorsins sigurljóð. Þegar vorið vaggar blómum sínum, vefur jörð í fegurð skaparans, lát þá einnig lifna í huga mínum, Lífsins faðir, gróður sannleikans. Veit mér kraft af kærleiksanda þínum, kraft og Ijós, í nafni Frelsarans. Og nú mænum vér í anda á upprisuna. Þar er mesta dýrð allrar mannkynssögunnar. Bezt er sagt frá upprisu-undrinu í guðspjöllunum. Menn, hrifnir af henni, hafa leitast við í ræðu og ljóði að segja frá áhrifum sjónar í anda þeirra. Eitt dæmi þess er eftirfylgjandi partur af ljóði eftir danska skáldið Grundtvig í þýðingu Jóns Runólfssonar: „Alheims-blysið árla risið, árla risið! Myrkrið þver. Ljóssins fjandi Ijóssins brandi, Ijóssins brandi sleginn er. Alheims-blysið árla risið, árla risið! Myrkrið þver. Syngja hæðir sigurkvœði, sigurkvæði um fjörgjöf hans, hans, er dó oss, hans, er bjó oss, hans er bjó oss lífsins krans. Syngja hœðir sigurkvæði, sigurkvœði um fjörgjöf hans. Engla skarar ofan fara, ofan fara í gegnum ský. Gröfin Ijómar gleði hljóma,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.