Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 9
Sameiningin
7
Ó, Jesú, gef þinn anda mér,
allt svo verði til dýrðar þér
uppteiknað, sungið, sagt og téð,
síðan þess aðrir njóti með.
Eru mörg áþreifanlegri bænasvör til en framhald þess-
ara bænarorða, Passíusálmarnir og áhrif þeirra, þau not,
sem aðrir hafa, sem vér höfum af því haft, er hann upp-
teiknaði, söng og tjáði?
Oss hefur dreymt um það, að hér risi kirkja, sem væri
viðurkenning frá vorri hálfu, sýnileg játning þeirrar vit-
undar, að Hallgrími hafi verið veitt sú bæn að verða Drottni
sínum til dýrðar og oss til blessunar.
En í orðum textans er brugðið upp fyrir oss mynd af
öðrum helgidómi.
Vér sjáum þar inn í hið eilífa musteri á himni. Vér
eygjum hásætið, sem alheimur lýtur og umhverfi þess. Vér
sjáum takmarkið, sem pína Jesú hefur markað oss og allri
tilveru. Vér heyrum enduróma af tilbeiðslunni í hinum
eilífa, himneska heimi, og hún snýst öll um hið sama og
Passíusálmarnir, hún er um Lambið hið slátraða, Guðs-
lambið, sem ber burt synd heimsins. Þar lofsyngur kirkjan
í dýrðinni. Og öll sköpunin tekur undir og auðsýnir hinum
krossfesta hollustu sína og lotningu, minnist Herrans pínu
sem dýrasta og sælasta þakkarefnis um eilífðir eilífðanna.
Harpa Hallgríms var stillt inn á sömu bylgjulengd.
Þess vegna eru ómar hennar svo tærir, vissir, sannir.
Vér höfum ekki aðeins enduróma frá hinni himnesku
guðsþjónustu í 25. Passíusálminum og í síðasta versi sálm-
anna, sem vér endum á hér í kvöld, eins og endranær á
dánardægri Hallgríms. Passíusálmarnir eru allir endurvarp
frá lofgjörð himnanna, eins og allt annað, sem satt er flutt
og tjáð í kirkju Krists. Vitnisburður Jesú er andi spádóms-
gáfunnar (Op. 19,10).
Hinn jarðneski, kristni söfnuður, sem safnast umhverfis
altarið, þar sem Drottinn nálgast oss með áþreifanlegu móti
í líkingu kvöldmáltíðarefnanna, á frummynd sína og fyrir-
mynd þar sem er þessi himneski, dýrðlegi söfnuður engl-
anna og þeirra, sem fyrir blóð Lambsins blíða eru búnir að
stríða og unnu sigurinn, þáðu sigur Krists.