Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 21
Sameiningin
19
lands skráð og óskráð ber því vott, að Drottinn hefur verið
þjóðinni athvarf meðvitandi og ómeðvitandi frá fyrstu tfð.
Talar ekki Matthías fyrir munn okkar allra, er hann segir á
svo fagran hátt:
„Ó, Guð vors lands, Ó, lands vors Guð,
við lofum þitt heilaga, heilaga nafn“.
Já, sannarlega hefur Drottinn verið okkur athvarf og
skjól frá kyni til kyns. Allt, sem ég hef reynt að nefna,
sannar það, að samfara hinni mestu tryggð við fóstruna
fríðu og ægitignu hefur oftast í sömu brjóstum búið djúp
trú og einlæg lotning fyrir Honum, sem allt gott hefur gefið
og veitt.
II.
Það heitir þjóðrækni, að minnast forfeðra sinna og
leggja stund á að nema sögu þjóðar sinnar og dá þau afrek,
sem unnizt hafa á umliðnum öldum. Við eigum öll þær
skyldur að rækja að vernda hið bezta úr íslenzkri sögu og
að halda vörð um tunguna okkar, menjar og þann menn-
ingararf, sem við höfum þegið. Þetta er göfugt og verðugt
verkefni. Þjóðræknisfélögin hafa komið auga á þetta starf
og mikið hefur vissulega unnizt í þessum málum. Á morgun
hefst einn þáttur þessa starfs. Það ætti því vel við, að
ég í kveld talaði um þjóðrækni. Sú er þó ekki ætlun mín,
nema á óbeinan hátt. Á milli sagnorðanna að rækja og
rækta er náinn skyldleiki. Það fullyrði ég líka, að þjóð-
ræknisfélag er um leið þjóðræktarfélag. Framar skyldunni
við hið liðna er skyldan við nútíðina og þá, sem næstir eru í
tíma og rúmi. Því vil ég nú beina athygli áheyrenda minna
að þjóðrækt. Á þeim vettvangi er mikið verk að vinna. Því
lengri, sem saga Islendinga verður, því þyngra leggst
ábyrgðin á herðar kynslóðanna. Og einnig þið, Vestur-
íslendingar, þurfið að lyfta ykkar hluta þeirrar byrði, sem
nú kallast íslenzkur metnaður. Hvar, sem íslendingur fer
um hauður og höf, verður það honum að brenna í muna, að
„Fóstran fríða“ vill láta hann minnast þess, að hennar er
blóðið, sem í æðum hans rennur. Þjóðrækni er góður grund-
völlur þjóðræktar. Hin sanna þjóðrækni er í því fólgin að
leita hins bezta og göfugasta úr sögu og lífi þjóðar sinnar