Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 13
Sameiningin 11 löngun til þess að létta undir með okkur, eins og við erum fús til að leita hans hjálpar. Og þó öllu fremur. Á þann hátt vill hann að við lærum að þekkja sig og treystum honum í öllum efnum. Að vera þar á ferð, sem frelsari vor hefir gengið, er sá mesti heiður, sem getur hlotnast nokkrum manni. Eilífar þakkir séu honum, sem verkar í oss viljan og máttinn til þess að verða honum að skapi. Við höfum nú verið að velta fyrir okkur svari því, sem gefið var upp á spurninguna: „Hver er þessi?“ Svarið hlýtur að fara eftir andlegri afstöðu manna gagnvart frelsara mannanna. Svo lengi sem hann er séður í urðarmánaglætu mann- legra vitsmuna, sem er léleg „birta“, þegar bezt gengur, verður hann aldrei þektur eins og hann er. Afleiðing þess er ávalt sú, að náðarboðskapur hans flytur lítið liðsinni í bar- áttu við sorgir, þjáningar og mannraunir. Svar Páls postula við spurningu þessari hljóðar á þessa leið: „Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. En það sem ég þó enn lifi í holdi, það lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sig sjálfan í sölurnar fyrir mig.“ Gal. br. 2). Fyrir höndum er hin heilaga páskahátíð. Þátttaka í því hátíðahaldi fer eðlilega eftir afstöðu manna við Guðs son og þekkingu og reynslu á náðarboðskap hans. Ef þú heíir ávalt haft hann í ráðum með þér, leitað lið- sinnið hans í örugleikum og þrautum, lækningar hans í sjúkleika og huggunar hans í öllu andstreymi; þá er hann þér blessunarrík úrlausn allra þinna vandamála. Getur þú þá tekið undir með Páli: „Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér.“ Ég vil enda þessi orð með hugheilli ósk til allra, að þeir fái til fulls orðið aðnjótandi þess heilaga náðarboð- skapar, og þess guðlega dýrðarljóma, sem er tilefni páska- hátíðarinnar; þess sem ljómaði umhverfis jarðneskan hvílu- stað frelsara vors á hinni fyrstu upprisuhátíð. S. S. C.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.