Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 10
8
Sameiningin
Að ná að stilla huga sinn, sál og geð, hjarta og tungu
inn á það tónsvið, sem eilífðin bergmálar af •—■ það er hjálp-
ræðið, það er lífið, takmark lífsins. Það er það, sem Hall-
grími auðnaðist sjálfum og hefur hjálpað svo mörgum til
að fá gjört.
Fyrir það þökkum vér Guði og biðjum þess að fá að
fylgja honum upp alla leið, fá að heyra rödd hans í hópnum
mikla og taka þar, við hásætið sjálft, hið himneska altari,
undir með honum:
Lof sé mínum lausnara,
Lamb Guðs á hæsta trón
sigur gaf sínum þjón.
Um blessaðar himna hallir
honum segjum vér allir
heiður með sætum són.
-------------------------
„Hver er þessi?"
(Matt. 21,10)
Þegar frelsari vor hélt innreið sína hátíðlega á pálma-
sunnudaginn, komst Jerúsalemborg í uppnám, og menn
spurðu: „Hver er þessi?“ Var til þess svarað; það er spá-■
maðurinn Jesús frá Nazaret í Galileu.
Hversu ófullnægjandi þetta svar var, sýna viðburðir
þeir, er gerðust þessa viku. Þeir sýna, að foringjar og
prestar Gyðinga telja frelsarann til flokks hinna elari spá-
manna, sem um mannsaldra voru búnir að liggja í gröf
sinni. Með þessum úrskurði feldi Gyðingaþjóðin dóm yfir
sjálfa sig. Þeim dómi hefir þjóðin ekki enn fullnægt að
fullu. Menn brugðu skýlu fyrir andleg augu, og ásettu
sér að ganga blindandi fyrir dásemdarverki, skeðu fyrir
fáum dögum, þegar frelsarinn kallaði Lazarus aftur til
þessa lífs, að ótöldum mörgum öðrum dásemdarverkum.
Það er bent hér á þetta vegna þess, að telja frelsara
okkar í flokki dauðlegra manna; telja hann einn meðal
hinna föllnu og fornu spámanna Gyðinganna, hefir ætíð