Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 23
Sameiningin
21
Nei, það er aðeins hluti hinnar einu sönnu og æðstu ræktar-
semi og þjónustu. Guðræknin er háleitasta og göfugasta
verkefnið, sem mönnum er fengið í hendur. Guðræknin er
samnefnari alls þess, er við gerum og hugsum. í trúnni á
Drottinn mætast allir gagnvegir göfugrar breytni. í dýpstum
skilningi eiga menn aðeins eitt föðurland og það er hjá
Guði, því að fyrir honum eru allir menn bræður og á þeim
grundvelli varð til helgasti boðskapur Krists, boðorðið um
elskuna til Guðs og náungans. Guð hefur ráðstafað því svo,
að okkur mönnunum er ætlað að veita umhverfi okkar öðru
fremur lið og þjónustu. Kristur unni föðurlandi sínu á jörðu,
en Hann sá mönnunum alltaf annað meira og háleitara
takmark en jarðbundna og takmarkaða þjónustu við hér-
lægar hugsjónir. Á þennan hátt dró Hann á engan hátt úr
mikilvægi starfsins í jarðnesku lífi, langt því frá, en Hann
vildi láta menn horfa æ hærra og hærra, svo að þeir hættu
að skoða skarnið við fætur sér, en yrðu þess vísari að birtan
kemur öll að ofan. Hann vildi sá því sæði í hjörtun, er yrði
að miklu tré með styrkum rótum og greinum er teygðu sig í
himininn upp. Kristur var þannig í í þessu sem öllu öðru
hin sanna fyrirmynd okkar. Orð Hans er hið eilífa sæði,
ræturnar trúin, Hann sjálfur hinn styrki stofn og við grein-
arnar, sem eigum þess kost að vaxa á þessum stofni Drottni
til dýrðar. Það er mikil gæfa og mikið þakkarefni fyrir
ckkur íslendinga að mega rækta með okkur hið bezta úr
þjóðararfi okkar og leitast við að bera það fram úr dýr-
mætum sjóði hjartans. Já, við megum vera og eigum að
vera þakklát fyrir náð Hans, varðveizlu og gjafir allar.
IV.
Ég bið þess af einlægni, að þessir komandi samfundir
íslendinga verði í anda þjóðrækni, þjóðræktar og Guðrækni.
Við eigum ekki fegurra verkefni til, en að þroska svo beztu
kostina í þjóðerni okkar, að ævistarfið verði heil og helg
Guðþjónusta. Á þessum samverustundum færi vel á því, að
við hefðum í huga orð Eggerts Ólafssonar:
„Gleymt ég get þér aldrei
göfugt föðurland“,