Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 31
Sameiningin 29 og var því oft kallaður „prófasturinn þungbúni“, the Gloomy Dean. — „Annað líf?“ sagði hann við blaðamenn í fyrra. „Um það veit ég jafnmikið og aðrir — ekki neitt. Ég verð að bíða og sjá“. ☆ ☆ ☆ Um annað líf hafa þó ýmsir aðrir haft heilmikið að segja um þessar mundir, einkum á Norðurlöndum. Guð- fræðingur í Danmörku, Lindhardt að nafni, lét þess getið í fyrravetur, að hann gæti alls ekki hugsað sér himininn eins og verustað þar sem hann síðar mundi mæta ástvinum sínum. Út af því spunnust heilmiklar umræður. Lítilsvirðing mannsins á líkræðum presta mæltist illa fyrir. Margir vildu vita, hvort þetta væri kenning kirkjunnar nú á dögum. Loksins hafa nú biskupar í Danmörku lagt sinn dóm á skoðanir Lindhardts. Hann er „lélegur guðfræðingur“, segja þeir, og fer villur vegar í mörgu. En kennarastöðu sinni heldur hann eftir sem áður. ☆ ☆ ☆ Um eilífðarmálin var mikið skeggrætt í Noregi líka, en ekki frá sömu hlið. Ole Hallesby, alþektur guðfræðingur þar í landi, og strangur íhaldsmaður, flutti löndum sínum hvassorða viðvörun fyrir ári síðan í útvarpi. „Ef þú ert ekki trúmaður, þá varaðu þig!“ sagði Hallesby. „Ef þú skyldir deyja snögglega, þá hrapar þú beint niður til helvítis!" Þetta tóku margir óstint upp, og deilurnar urðu jafnvel snarpari hjá Norðmönnum, heldur en hjá Dönum út af bimnaræðunni. Blöðin hafa verið að birta bréf og ritgjörðir alt árið, ýmist með eða móti. Kristian Scheldrup, biskup í Hamar, gamall mótstöðumaður Hallebys, sagði að þess konar fullyrðing væri „vafasöm og ófullkomin túlkun“ á orðum Krists. Kirkjumáladeild ríkisins hefir nú lagt sinn úrskurð á þessa deilu, og telur hún Scheldrup hafa rétt fyrir sér. En annar biskup, Eivind Berggrav, sá sem frægur varð á stríðsárunum fyrir mótþróa sinn við hervöldin þýzku, hefir nú lýst því yfir, að hann muni mótmæla þessum úrslitum. Þó er hann ekki að öllu leyti samþykkur skoðun Hallebys. En honum finst ótækt, að ríkið hafi æðsta úr- skurðarvaldið í deilum um trúaratriði. ☆ ☆ ☆ Páfakirkjan situr venjulega við sinn keip og þokast hvergi, hvað sem á gengur í öðrum kirkjudeildum. Þó komu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.