Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 17
Sameiningin 15 Nýr biskup Eins og öllum lesendum íslenzku blaðanna er fyrir löngu kunnugt, er Ásmundur Guðmundsson, fyrrum forseti guðfræðideildarinnar við Háskóla íslands, nú tekinn við biskupsembætti á íslandi. í tilefni af kosningu hans til þessa virðulega embættis, sendi forseti kirkjufélagsins honum heillaóskaskeyti fyrir félagsins hönd. Hefir hann svarað því með fögru bréfi og fyrirbænum. Vér minnumst þess með þakklæti, að á embættistíð fyrrverandi biskups, hins ástsæla dr. Sigurgeirs Sig- urðssonar, naut kirkjufélag vort æ vaxandi skilnings, samúðar og samvinnu við þjóðkirkju íslands. Vér vonum að hugsjón bræðra- lags og gagnkvæms skiln- ings megi halda áfram að eflast meðal vor, báðum megin hafsins. Vér fögnum því, að prófessor Ásmundur Guðmundsson var hafinn til biskupstignar á ættjörðu vorri. Af ýmsum afskiptum, sem hann hefir haft af oss hér vestra, fyrr og tíðar, teljum vér oss eiga góðan vin á biskupsstóli þar sem hann er. Vér vonum, að oss auðnist að verðskulda vináttu hans og blessun móðurkirkjunnar. Sameiningin flytur hinum nýja biskupi innilegar kveðjur og hamingjuóskir. Vér biðjum Guð að blessa störf hans og embættisferil, sem vér vonum að megi verða langur og gifturíkur fyrir hina íslenzku þjóð.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.