Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 28
26 Sameiningin því að kirkjufélagið fyrst var stofnað, og ekki hefir örlætið í fjárframlögum til þarfa kirkjunnar vaxið í hlutfalli við aukna velmegun. íslendingar í heimalandinu höfðu um aldir þá tilfinningu, að hinn stóri heimur kærði sig lítið um þá, vissi naumast að þeir væru til; en þeir fyrir sitt leyti guldu líku líkt og sögðu við hinn stóra heim: Mér kemur þú ekkert við. Þessi einangrunarandi lá í landi feðra okkar allt fram á þessa öld; hann mótaði stefnu og hugarfar margra þeirra, er fluttust hingað vestur, og við búum að honum enn. Þessi andlega einangrunarstefna mun nú að mestu horfin á íslandi, en hér hjá okkur virðist hún enn á blómaskeði, einkum á sviði kirkjumálanna. Þessi andlegi einyrkjabúskapur kirkjufélagsins hefir ekki gefist vel. Skólinn okkar lognaðist út af vegna þess, að við gátum ekki staðið undir honum einir; við hefðum getað fengið hjálp með hann, en við vildum það ekki fyrr en um seinan. Viðleitni félagsins á erlenda trúboðssvæðinu átti ávalt undir högg að sækja, fékk aldrei almennan stuðn- ing, og svo vorum við heldur ekki einir um það mál. Ýmsir forráðamenn félagsins höfðu þá trú, að er við hefðum gengið í hið mikla kirkjufélagasamband, The UnitecL Lutheran Church in America, myndi þessi afstaða breytast smám saman, og kirkjulýður okkar eignast meiri samfélagslegan þroska og samábyrgð. En engin veruleg breyting er enn sýnileg, eftir fjórtán ára sambúð við hið stóra félag. Þó hefir þetta félag veitt okkur margvíslega hjálp fyrr og síðar. Þeir hafa frá upphafi menntað flesta presta okkar, og frá því er við efndum til nánara samfélags við þá hafa þeir lagt fram stórfé til heimatrúboðs okkar, hjálpað til að reisa kirkjur, prestsseturshús o. fl., án þess að mikið hafi á móti komið frá okkar hálfu. Auðvitað var gengið að því sem sjálfsögðum hlut, að við ættum samvinnu með þessum félagsskap, en ekki að þeir tækju að sér alla ábyrgð og til- kostnað á starfssviði okkar. En samvinna okkar á að vera í því fólgin að við söfnum árlega vissri upphæð í sameigin- legan starfssjóð kirkjunnar. Þessu fé skal svo varið til starfrækslu heima fyrir, og til stuðnings sameiginlegum starfsmálum félagsheildarinnar: trúboði heima og erlendis, mennta- og líknarmálum. Þessi fjárupphæð er ákveðin á kirkjuþingum ár hvert. Upphæðinni, sem kirkjuþingið ákveður, er svo deilt niður á söfnuðina eftir meðlimatölu,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.