Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 19
Sameiningin 17 þat“, segir hann, „hvárki skal eg á þessu níðast ok engu öðru, því er mér er til trúat“. Svo skildi með þeim bræðrum og svo skilur með hverjum þeim, sem velja á milli stundar- tilfinninga og heldni við gefin orð. Gunnar beið bana. Kolskeggur lifði æ síðan fjarri hinni fögru hlíð. Ég vel þetta dæmi til að sýna fram á, hversu sterkustu vottar sannrar karlmennsku og andlegs þreks eru oft finnan- legir að baki vopnagnýsins og grimmdarlegra hreystiverka víkinganna. Kolskeg'gur ber með sóma fegursta orðið, sem tungan í sjóði sínum geymir í þessu sambandi. Hann var „drengur góður“. Þá sýnir dæmi þetta og vel þá þættina í skaphöfn þjóðarinnar, sem drjúgum hafa reynzt henni hamingjuríkir, þ. e. trúmennska, orðheldni og festa. Það kann ýmsum að þykja, að ég skuli leita dæma í heiðin tímabil, en því ekki? Munu ekki kostir Kolskeggs hafa komið honum að notum, er hann síðar tók Kristna trú, skírðist og gerðist Guðs riddari? Varð og ekki farsæl forspá og gjörhugul speki Þorgeirs Ljósvetningagoða, er hann á Lögbergi hinu forna bægði borgarastyrjöld frá bæjardyrum íslendinga með hinum frægu orðum: „Ef vér slítum lögin, þá slítum vér friðinn“? Sjaldan munu þær persónur nefndar samtímis, sem ég hyggst nú leiða fram sem vitni máli mínu til stuðnings. Einn mesti kvenskörungur fornaldarinnar, Bergþóra á Berg- þórshvoli, mælti svo, er dauðinn blasti við: „Ek var ung gefin Njáli. Hefi ek því heitit honum, at eitt skyldi ganga yfir okkur bæði“. Löngu síðar var maður að nafni Jón Arason leiddur að höggstokknum án dóms og laga. Segir sagan, að ekkert æðru- orð hafi heyrzt af vörum hans og leið hann þar fórnardauða fyrir það, er hann vissi bezt og heilagast, trú og þjóðerni. Báðar þessar persónur áttu og sýndu á dauðastundu það þrek, sem dugði, er á reyndi. Ég ætla og fyrir víst, að jafn tígulega og djarflega hefði Bergþóra svarað neitandi hverri tilraun um að fá hana til að láta af trú á Krist, er þá var henni kunnur. Það var líka hið sama afl sprottið frá sann- íslenzku uppeldi og eðli biskups Jóns, ásamt sterkri trú á Drottin, sem gaf honum djörfung á dauðastundu. Og um misjafnar götur sögunnar sjáum við, hversu margir beztu og fremstu menn þjóðarinnar og þeir, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.