Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 33

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 33
Sameiningin 31 Ný sálmabók Um allmörg undanfarin ár hefir sérstök sögunefnd söngfróðra manna, skipuð fulltrúum frá öllum deildum lútersku kirkjunnar í Ameríku, setið á rökstólum við undir- búning nýrrar sálmabókar, sem ætluð er til notkunar í öllum lúterskum söfnuðum á meginlandinu. Er hér um stórmerkt fyrirtæki að ræða, og má ætla að sálmabók þessi efli mjög samvinnu og andlegan heildarsvip hinna ýmsu greina kirkjunnar. Nafn bókarinnar er nú ákveðið: „Messu- söngs og Sálmabók lútersku kirkjunnar í Ameríku“. Er gert ráð fyrir, að hún verði komin á bókamarkaðinn fyrir jól 1955. 1 bókinni verða 605 sálmar, en lögin eru allmiklu fleiri, þannig að velja má um lög við suma sálmana. Leitast hefir verið við að taka inn í safnið sálma frá hinum ýmsu lútersku löndum, Þýzkalandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og íslandi. Einnig eru sálmar af latneskum, grískum, frönsk- um, spönskum og ítölskum uppruna. Meiri hluti sálmanna, eða um 300, eru þó upprunnir í Bretlandseyjum, og nokkrir amerískir, þar á meðal einn negrasálmur: “Were you there when they crucified my Lord.” Nokkur töf hefir orðið á útgáfu bókarinnar, vegna þess að hinum ýmsu kirkjuflokkum gekk illa að koma sér saman biblíuþýðingu þá er nota skyldi í prentun texta kirkju- ársins. Sumir vildu hafa gömlu ensku biblíuþýðinguna, (King James Version), en aðrir heimtuðu að endurskoðaða þýðingin yrði lögð til grundvallar, (Revised Version). Þessi ágreiningur var þó leiddur til lykta með málamiðlun, þannig að textarnir verða ekki prentaðir í bókinni, heldur aðeins vitnað til þeirra, á sama hátt og gert er í Helgisiðabók ís- lenzku þjóðkirkjunnar 1934. Geta söfnuðirnir þannig, eða prestar þeirra, valið um hvora þýðinguna þeir nota við guðsþjónustur. Formaður nefndarinnar telur að fyrsta útgáfa bókar- innar muni nema um milljón eintökum. Virðist þessi fyrsta útgáfa ætluð til reynslu, því að bókinni er ætlað að ná til átta aðalflokka lútersku kirkjunnar á meginlandinu, en þeir telja til samans um hálfa fimmtu milljón meðlima. Verður hér um eitt stærsta útgáfufyrirtæki að ræða, sem kirkja mótmælenda í Vesturheimi, hefir nokkru sinni ráðist í.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.