Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 5
Sameiningin 3 Guðsvitundin, guðsdýrkunin er móðir allra lista og sem tjáning á tilbeiðslu hefur listin náð hæst á öllum sviðum. Það er vegna þess, að í leitinni að Guði er maðurinn sann- astur, frammi fyrir sönnum Guði hefur hann fyrst fundið sjálfan sig. „Drepið trúna og listin er dauð“, sagði Goethe. Trúar- sterkir tímar eru ævinlega skapandi tímar á sviði listar- innar. Trú miðaldanna skóp þær byggingar, sem um reisn og handbragð taka öllu fram á því sviði. Trú 17. aldar fæddi kveðskap með evangelískum þjóðum, sem þær telja með réttu til mestu verðmæta sinna. Sú trú gaf oss Passíu- sálmana. Sama trú er aflvaki og efniviður andríkisins hjá konungi tónanna, J. S. Bach. Trúarvilltir tímar einkennast m. a. af listrænu fálmi og fátækt. Passíusálmarnir eru ekki aðeins ávöxtur af andagift einstaks yfirburðarmanns. Þeir eru árangur trúarlegrar ein- beitingar, almennrar djúprar trúaralvöru, sem grundvallast á vakningu siðbótarinnar og treystist kynslóðum saman 1 markvísri sókn siðbótarkirkjunnar að því að rótfesta hin endurfundnu, kristnu sannindi með þeim þjóðum, sem hún komst til áhrifa með. En ekki hefur allt verið sagt með þessu, þótt kjarni málsins sé nú á næsta leiti og þegar hafi verið á hann bent. Hallgrímur minnist Herrans pínu. Hann útlistar Jesú píslar- minning, sem hann kveðst lengi hafa geymt í sínu hjarta. Hversu mátti slík umþenking, slíkt efni, lyfta sálu hans, veita honum slíkan innblástur, verða andleg upphafning þjóðar vorrar öldum saman? Hvaða huggun er píndum mönnum að því að hugsa um píndan „herra“? Og hvaða „herra“ er það yfirleitt, sem pínist? Eru það ekki allt aðrar hugmyndir, sem vér tengjum við herrahugtakið? Hvaða örvun, hvaða hugbót gat kúguð þjóð fengið við að minnast þessarar fjarstæðu? Hvernig sem þessum spurningum kann að verða svarað, þá mun flestum þykja sem þetta umhugsunarefni komi oss nútímamönnum næsta lítið við. Hugsast gæti, að sjúklingar hér uppi á spítala kynnu að fá einhverja fróun af því að hugsa um þessa pínu. Og þó — hafa þeir ekki nóg með sína eigin kvöl? Mun sá, sem heyr sitt vonlausa stríð við krabb-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.