Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 7
Sameiningin 5 Yér sjáum í pínu hans ekki ennþá eitt afbrigði mann- legra þrauta, ekki hinn pínda mann í einni útgáfunni enn, ekki heldur ímynd eða tákn mannsins kúgaða og kvalda. Vér sjáum í þessum Jesú frá Nazaret guðdóminn sjálfan í skapandi íhlutun í örlög vor. Þessi Drottinn pínist ekki vegna þess að hann þurfi þess, heldur vegna þess, að þú þarft þess, fyrir þig gengst hann undir þetta, hann pínist í þinn stað. Og einmitt með því móti er hann að fullu orðinn Drottinn þinn. Hann kaupir þig sér til eignar og leggur líf sitt til verðs fyrir þig. Svona stór ert þú í allri þinni smæð í augum Guðs þíns. Einskis metur hann dýpstu smán og beiskustu kvöl á móti því að fá að eiga þig. Slíkur er Drottinn þinn. Skiptir það svo miklu héðan í frá, hvað kann að mæta þér, hvað þú kannt að þurfa að gangast undir? Láttu sem þú sjáir ganga sjálfan Jesúm undan þér. í raun og veru er það hann, sem ber þær byrðar, þann kross, sem þér finnst hvíla á þér. Aðeins fá skref til og allt er umbreytt í páska- ljóma, þú munt heyra himnana bergmála af siguróði engl- anna: Fyrir blóð Lambsins blíða búinn er nú að stríða og sælan sigur vann. Slíkan Drottin átt þú. Og það þótt þú sért ekki aðeins smár og veikur, heldur sekur við þessa himnesku hátign. Mannkynið, maðurinn, þú hefur brotið gegn lífsins lögum, þú ert í ósátt við Skaparann. Það er frummein þitt, það er beiski dropinn í hverjum þrautabikar, broddurinn, sem — oftast ómeðvitað — stingur þig dýpst. Það er sjálft dauðameinið. Þeim benjum, sem þú hefur valdið Guði, lýkur almáttug elska hans upp til þess að gefa þér græðismyrsl við sárum þínum, veita sálu sinni blessun og nýja krafta. Hér ert þú að fyrra bragði tekinn í sátt við alvald lífsins. Gjöld sekta þinnar koma niður á honum. Fullkomnað lögmál fyrir þig er, fullkomna skaltu eignast náð. Hér er sá Drottinn, sem gjörist bróðir hins þjáða og borgunarmaður hins seka. Guðs Föður veru fegurst mynd tók á þig sína lægingarmynd, sté ofan úr hásæti dýrðar sinnar niður í þennan heim syndarinnar, til þess að vega allt hans beizka böl á sinn sterka arm, gjöra allt, sem oss þjakar, að engu. Guðs einkasonur vildi skenkja oss sinn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.