Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 26
24 Sameiningin félaginu, þingum þess og leiðtogum meðal leikmanna og presta. Leiðtogum hinna ýmsu þjóðflokka, sem hingað fluttu á öldinni sem leið, var það ljóst í upphafi, að það var með öllu óhugsandi, að fáeinir söfnuðir á víð og dreif gætu haldizt við án þess að bindast félagslegum samtökum. Það var svo margt, sem þurfti að gera, umfram það að starfrækja heima- söfnuðinn á hverjum stað. Yfirleitt kom lúterska fólkið beint undan handarjaðri ríkiskirkjunnar í heimalöndum sínum, þar sem beinnar þátttöku safnaðanna var ekki kraf- izt. Ríkissjóður sá fyrir öllum fjármálum, byggingu kirkna, prestssetra, menntun presta, eftirlaunamálum og öllu slíku. í hinu nýja landi var engu slíku til að dreifa, og það skipu- lag mála gat aldrei komizt á. Þess vegna þurftu hinir ungu söfnuðir þegar frá byrjun að taka sér á herðar ýmsar skyldur, sem ríkið hafði áður annazt. Leið þá heldur ekki á löngu, áður en hinir fjölmennari þjóðflokkar tóku að koma sér upp menntaskólum og prestaskólum, byggja spítala og elliheimili og aðrar menningar- og líknarstofnanir. Söfnuð- irnir tóku þá skjótt að safna fé til kirkjubygginga, ekki aðeins fyrir sjálfa sig, heldur til hjálpar þjóð- og trúbræðrum sínum, sem fluttust æ lengra og lengra út í hina vestlægu víðáttu. Jafnskjótt og hinir elztu söfnuðir komust á lagg- irnar var þannig hafin öflug heimatrúboðsstarfsemi, til þess að frumbyggjendur hinna ýmsu héraða skyldu ekki slitna úr tengslum við móðurkirkjuna. Einmitt vegna þessarar starfsemi, er lúterska kirkjan nú mjög fjölmenn og öflug með ýmsum þjóðflokkum á þessu meginlandi. En brátt var verksviðið stækkað, er trúboðsstarfsemin var hafin erlendis í ýmsum löndum Afríku og Asíu, og sem ávöxt af því starfi má nú benda á stórar sjálfstæðar lútersk- ar kirkjudeildir í þeim álfum. Það gat auðvitað ekki komið til mála að einstakir söfnuðir stæðu fyrir slíku starfi, án þess að skapa sér kirkjulega miðstöð, sem fjallaði um fjár- mál og aðrar framkvæmdir. Þannig urðu kirkjufélögin (synódurnar) til, en söfnuðirnir sendu fulltrúa á kirkju- þingin, sem fóru með umboð þeirra. Það sem ákveðið var á kirkjuþingunum varð þannig um leið ákvörðun safnaðanna sjálfra. Þegar fjárframlög voru ákveðin til trúboðsstarfs eða líknarmála, gátu söfnuðirnir auðvitað ekki skorast undan þeim skyldum, sem þeir höfðu sjálfir lagt á sig með

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.