Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 4
2 Sameiningin smæð, sterkan í öllum þínum veikleika, sannan í blekkingum og hillingum þessa lífs. Horfðu á það, sem gerir þig sjáandi í öllu þessu myrkri, skyggnan á sjálfan þig, vitandi um Guð þinn og herra. Vér höfum sem þjóð stækkað við það að eiga Hallgrím. Vér höfum vaxið af því að eignast mann, sem ótvírætt er á efsta þrepi í hópi snillinganna. Hróður vors lands hefur aukizt við það, íslenzk menning vaxið í augum umheimsins. Hallgrímur hefur haldið oss upp í þessum skilningi. En vér höfuð stækkað í annarri merkingu: með enn öðrum og mikilvægari hætti hefur Hallgrímur lyft oss upp: Hann hefur hafið íslenzka þjóðarsál með því, sem hann hefur boðað og kennt, innrætt börnum þessa lands. Hann hefur ekki aðeins á kvöldstundum föstunnar rofið þekjur hinna lágu hreysa og greitt þykknið þar fyrir ofan og bent inn í himininn í svip. Hann hefur með orðum sínum hvelft hásali himneskra sanninda yfir hvers manns æviskeið frá vöggu til grafar. Og hvað er það svo, sem hann festir sjónir á, þegar hann stillir hörpu sína? Upp hvert er það, sem hann beinir flugi sálar sinnar? Hvað er það, sem hann einbeitir að öllu geði, hjarta, rómi, huga og tungu? „Herrans pínu ég minnast vil.“ Hallgrímur nær árangri, sem á vissu sviði markar há- tind listrænnar snilli. En hér er ekki listin fyrir listina. Það er deilt um það, hvort listin sé og eigi að vera fyrir listina, þ. e. tarkmark í sjálfri sér, eða hvort hún eigi að hafa manninn að markmiði, miða að því að hjálpa honum til þess að lifa, skilja sjálfan sig og lífið, njóta sjálfs sín og lífsins til raunverulegs ábata. En maðurinn er ekki heldur og getur ekki verið mark- mið í sjálfum sér, meðan hann veit ekki, hvað hann er sjálfur, meðan líf hans er rammað þeim rúnum, sem hylja öll þessi dýpri rök. Á meðan er maðurinn aðeins þankastrik á eyðifleti, aðeins nóta, sem af ókunnri orsök ómar í myrkri, aðeins marklaust brot úr hendingu eða eins konar angursárt og óskiljanlegt atómljóð. Maðurinn án Guðs er án merkingar og markmiðs og hvernig má hann þá veita neinu merking, sem hann aðhefst, eða verða annars mið?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.