Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 18
16
Sameiningin
Séra Bragi Reynir Friðriksson, Lundar, Man.:
Þjóðrækt og Guðrækni
ræða flutt suíinudaginn 21. febrúar 1954 í Fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg
„Drottinn, þú hefur verið oss athvarf
frá kyni til kyns“. (S. 90, 1. v.)
Ég nefni þessa ræðu mína „Þjóðrækt og Guðrækni“.
Þetta tækifæri gefur mér tilefni til að ræða þessi merku og
miklu efni sameiginlega. Ég hef einnig ákveðinn tilgang í
huga. Blátt áfram vil ég sýna og leitast við að sanna með
dæmum og tilvitnunum úr sögu þjóðarinnar báðum megin
hafsins hið nána samhengi þessara þátta í skaphöfn og lífi
íslendinga. Þetta er að færast mikið í fang, en sú er einlæg
og ákveðin skoðun mín, að þessi lækurinn verði aldrei
bakkafullur. Menn ættu altíð að leitast við að lyfta ein-
göngu „Grettistökum“ í þágu þjóðernis og Guðrækni.
Það er oft litið til fornaldarinnar, þegar íslendingar
vilja efla og styrkja þjóðarhug og metnað sinn. Landnáms-
og söguöldin er sem bjartur og fagur morgunn á sögudegi
þjóðarinnar. Það er árfögur birta yfir nöfnum og sögnum
þessa tímabils, og án efa hefur sá bjarmi magnast á þeim
tímum, er myrkur grúfði svo lengi og átakanlega yfir högum
og hugum landsmanna.
í öllu mati á mönnum og málefnum felst ein hætta.
Röng ályktun og ofmat er stundum valdur þess, að einrýnt
er um of á aðra hlið málanna en hin vanrækt, er og hefur
sína sögu að segja. Þetta hafa íslendingar ekki ávallt haft
í huga. Allir þekkja söguna um Gunnar kappa á Hlíðarenda
og Kolskegg bróður hans. Skilnaður þeirra við Markarfljót
er hinn örlagaríki hápunktur sögu þeirra. Þar segir Gunnar:
„Fögur er hlíðin, svá at mér hefr hon aldri jafnfögr sýnzt,
bleikir akrar og slegin tún, ok mun ek ríða heim aftr ok
fara hvergi“. Mörgum finnst, að betur verði ekki í orðum
lýst sannri ættjarðarást, enda hefur Gunnar löngum verið
ástmögur þeirra, sem unna fornum dug og drengskap.
Þegar Njála er betur í kjölinn lesin þá má einnig líta á
þetta frá annari hlið. Svar Kolskeggs, er Gunnar reynir að
fá hann til að verða eftir heima, er athyglisvert. „Egi skal