Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.03.1954, Blaðsíða 20
18 Sameiningin vitrastir voru og mestir friðflytjendur, fundu það í Kristin- dóminum, er hjarta þeirra þráði. Fögur þykir mér ætíð sagan af Þorkatli mána, sem fól sig á banadægri þeim Guði, sem sólina hefði skapað. Hallgrímur Pétursson, skáldið, „sem svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng“. Hann stóð föstum fótum í forníslenzkum jarðvegi, og þaðan óx honum sá kraftur, er trúin á Krist gaf honum. Hann náði mestri hæð og fyllingu í skáldskap sínum, þegar hann kvað: „Dauði, ég óttast eigi afl þitt og valdið gilt, í Kristi krafti ég segi, kom þú sœll, þá þú vilt“. Hjálmar Jónsson frá Bólu bar einlæga ást til fóstur- jarðar sinnar: „Aldin móðir eðalborna ísland, konan heiðarleg, ég í prýðifang þitt forna fallast lœt og kyssi þig“. Og þegar hætta sækir þessa móður heim, þá er þetta ráðið, segir hann: „Himininn krefjum heillaráða og hræðumst ei, þótt kosti fjör“. Var það ekki aldagamalt þor og þrauk, barátta upp á líf og dauða, sem veitti þungan og festuna í orð fullhugans mikla, Jóns Sigurðssonar, er hann sagði: „Vér mótmælum allir“.? 1 kjölfar þessara frægu og fræknu barna íslenzku þjóðarinnar koma þúsundir, sem í þögulli og harðri lífs- baráttu lögðu stein í þá byggingu, er við nefnum íslenzka þjóðarsál. Mæður íslands hafa um aldaraðir leitað börnum sínum athvarfs og blessunar Drottins. Sjómenn ýttu fleyi frá landi með bæn á vör. Bændur sáðu og uppskáru af Guðs náð. Foreldrar ykkar margra, áheyrendur góðir, létu Biblíuna sína ofarlega í kistuna, er haldið var frá fóstur- jarðarströndum í vesturveg. Og margir hafa vitnað um varðveizlu Hans á nýjum og oft erfiðum slóðum. Saga ís-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.