Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 5
ii>ametmngín.
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga
gefið út af llinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vesturheimi.
XLIV. WINNIPBG, JÚLÍ, 1929. Nr. 7
Dýrð Drottins
Hve dýrÖlegur er Drottinn
og dásemd mikil hans!
þess öll ber veröld vottinn
í verkum skaparans:
í svells og sumarrósum,
í sólar geislastaf,
í himins leiftur ljósum ;
um loft og jörð og haf.
Oss benda blómin smáu
á blessun lífgjafans,
og himinfjöllin háu
á hátign skaparans;
oss benda djúpir dalir
á Drottins hlífÖarskjól
og háir hamrasalir
á herrans veldisstól.
Oss djúpið hafsins hulda
eins hermir alstaÖar
um Drottins vegu dulda
og djúp hans miskunnar;
oss boðar báran kalda,
er brotnar hafs við strönd,
að andstreymisins alda
fer eins við Drottins hönd.
Oss bendir loftsins ljómi
og ljósin uppi þar
að herrans helgidómi
í hásal eilíföar;
oss þangað vísar veginn
hans verk, svo dýrðlegt hér,
en hvað þá hinu megin
það hátignarlegt er!
V. Br.