Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 5
ii>ametmngín. Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga gefið út af llinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vesturheimi. XLIV. WINNIPBG, JÚLÍ, 1929. Nr. 7 Dýrð Drottins Hve dýrÖlegur er Drottinn og dásemd mikil hans! þess öll ber veröld vottinn í verkum skaparans: í svells og sumarrósum, í sólar geislastaf, í himins leiftur ljósum ; um loft og jörð og haf. Oss benda blómin smáu á blessun lífgjafans, og himinfjöllin háu á hátign skaparans; oss benda djúpir dalir á Drottins hlífÖarskjól og háir hamrasalir á herrans veldisstól. Oss djúpið hafsins hulda eins hermir alstaÖar um Drottins vegu dulda og djúp hans miskunnar; oss boðar báran kalda, er brotnar hafs við strönd, að andstreymisins alda fer eins við Drottins hönd. Oss bendir loftsins ljómi og ljósin uppi þar að herrans helgidómi í hásal eilíföar; oss þangað vísar veginn hans verk, svo dýrðlegt hér, en hvað þá hinu megin það hátignarlegt er! V. Br.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.