Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 31
221
kallast “multiple hypotheses’ upp á þetta dæmi. Gjörum allar hugs-
anlegar tilgátur því viövíkjandi. Hvert skyldi þessi mikla breyting
eiga rót sína að rekja? Braust fram eitthvaö, sem hann hafði lært
í bernsku—einhver fyrri áhrif og gjörbreytti honum þannig? Ó-
mögulegt, vegna þess að honum hafði aldrei veriðl kent neitt gott fyr
etia síðar. Hann hafði líklega aldrei heyrt guð nefndan áður. Eða
vaknaði einhver göfug tilfinning, sem honum var meðfædd, og á-
orkaði svona miklu? Ef svo hefði verið, því kom breytingin ekki
fyr en “Angel-Adjutant” og “Puncher” töluðu við hann? Máske
einlhver mannlegur kraftur hafi unnið þetta dýrðlega og undraverða
verk? En þá er mér spurn: Því framkvæma eldki sálarfræðingarnir
slík kraftaverk? Er hægt að benda á svipaðan viðburð fyrir utan
trúarlegt starf?
Heilbrigð skynsemi gefur aðeins eitt svar. “GuS framdi krafta-
verk á þessum manni!” Slkyldi hann sjálfur véfengja þetta? Skyldi
hann efast eitt augnablik um tilveru guðs, guðdóm Jesú Kri'sts, náðar-
verk Heilags Anda, endurlausnina, ihimnaríki, helvíti, nauðsyn endur-
fæðingarinnar eða nokkra aðra grundvallarkenningu kristindómsins.
Eg hefi bent á þetta dæmi eingöngu fyrir þá skuld að það er hið
átakanlegasta, sem eg þekki. Sá, sem getur læknað verstu og hættu-
legustu sjúkdómana ætti ekki að verða ráðalaus með smákvillana.
Þann ikraft, sem er megnugur að lyfta mönnum úr lægstu spill-
ingardýkjunum upp á hæðstu tinda heilagleikans ber öllum að viður-
kenna og heiðra.
S& kraftur hlýtur aS vera raunveruleiki.
Kæru vinir! Ekkert er jafn áJbyggilegt og kristindómurinn og
ekkert jafn raunverulegt og trúarreynsla sannkristins manns. Vitandi
eða óafvitandi er hann ávalt á vísindalegum grundvelli. Hann getur
sagt af öllu hjarta: “Vér tölum það, sem vér vitum og berum vitni
um það, sem vér höfum séð.”
En þrátt fyrir þessa óbifanlegu vissu—vissu, sem að reynsla ald-
anna hefir gjört öruggari og öruggari, dylst miér eigi, að alldriei hefir
fráfallið frá trúnni verið jafn algengt og ömurlegt og í samtíð vorri.
Fjöldi af þeim, sem einu sinni gengu með Jesú eru honum fráhverfir
nú. Þetta minnir mig á sjötta kapítulann í Jóhannesar guðspjalli.
Jesús hafði flutt dásamlega ræðu en fólkinu þótti hún “hörð'.” Allur
fjöldinn þoldi hana elklki. Mannþyrpingin tvístraðist og hvarf. Alllir
lærisveinarnir yfirgáfu hann nema hinir tólf. Hann Ihorfði á eftir
mannfjöldanum vafalaust með blæðándi hjarta, með tárvot augu, með
sálu sína sundurflakandi í sárum. Hann vissi hvert ferðinni var
heitið fyrir þetta aumingja fólk. Sivo sneri hann sér að hinurn tólf
og spurði þá : “Viljið þér ekki einnig fara burt?” “Þá svaraði Pétur :
“Herra, til hvers eigum vér að fara? Þú hefir orð eilífs lífs og vér
höfum trúað og kannast við, að þú ert Kristur, sonur hir>s lifanda
guðs.”