Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 15
205
‘'Daníel í dóm kominn,” þegar viÖ knæpurnar var að etja, eða við
vanheigun sunnudagsins. Á þessum hervæðingar-fundi þeirra
prestanna var hann beðinn að flytja bæn. Hann krepti undir sig
löngu leggina, þagði stundarkorn, og baðst svo fyrir meS þessium
orðum: “Ó Guð, hjálpa þú okkur til að lifa eins og Kristur og
berjast eins og víti sjálft. Amen.”
Presturinn, sem sagði mér frá þessu, bætti við: “Enginn
rnaður í Birmingham myndi trúa því, að gamli Bryan, sú hóg-
værðar-sál, gæti látið sér önnur eins bænarorð um munn fara. Og
ef hann gengst ekki viS orðunum sjálfur, þá vogar þú ekki áð
hafa þau eftir, því að hvert mannsbarn myndi sverja það, að eg
væri að skrö.kva.”
Eg spurði “Bryan bróður,” hvort hann hefði haft þessi orð
í bæninni, og gat þess um leið, hve varfærinn merkispresturinn
hefði verið, sem sagði mér frá þessu. “Hví þá þessi varfærni?”
spurði ödungurinn, blátt áfrarn, eins og bam. “Þetta sagði eg. Eg
var að tala við Guð; og hvi skyldi eg vera hræddur við að láta
fólkið vita, hvað eg segi, þegar eg talaj við Guð, Og þetta meinti
eg: að við ættum aö lifa eins og Kristur, og berjast eins og víti
sjálft—á móti vanhelgun hvíldardagsins.”
Og siSan ibætti hinn presturin við : “Ef við hefðúm ékki haft
Bryan bróður með okkur, þá hefðum við aldrei unnið sigur. Hann
trygði okkur atkvæði verkafólksins. Við töpuðum ðkki einni
einustu verkamanna-kjördeild; en án verkalýðs-atkvæðanna hefð-
um viS orðið undir. ‘Bryan bróðir’ gengur með atlcvæði verka-
manna í vasanum. Verkamenn kæra sig ekki urn; að vita noklcuð
nema þetta: ‘Hvað vill Bryan bróðir ?’ Og eftir því greiða þeir
atkvæði sín.”
Forsprakkarnir, sem börðust fyrir “opnum sunnudegi,” sögð-
ust auðvitað gjöra það fyrir verkalýðinn. En “Bryan bróSir” fór
um stálverkstæðin og flutti ræður—stundum þrjátíu tölur á dag.
Eínu sinni vildi hann gjöra skiljanlegt, hvar fiskur lægi undir
steini hjá klíku höfðingjunum. Benti hann þá kunningja sínum,
verkamanni, að koma upp á ræðupallinn. Hann lyfti sér upp á
bakið á manninum, eins og smásveinn á bak föður síns, og lét
hann bera sig frarn og aftur um pallinn.
“Þetta er nú það, sem þeir pólitísku vilja gjöra viS ykkur,
piltar. Þeir vilja hafa ykkur fyrir reiðskjóta, í þarfir sjálfra
sín, auðvitað. Látið ekki pólitísfca glæframenn ríða ykkur, dreng-
ír góðir.”
Sagan og líkingin flugu um öll verkstæðin eins og eldur í sinu.
Þegar kom að kosningadeginum, þá var atkvæðagreiðslan ein-