Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 11
201
sál bygðarinnar má aldrei deyja. Nú tekur þú við Guðs húsinu
hér, unga kynslóð; og við draumnum fagra takur þú líka. Far
þú vel með GuSs húsið, sem feður þínir reistu hér, unga kynslóð.
Minstu þess í Jesú nafni, að þú lifir ekki á einu saman búauðí.
Þó akrar þínir séu stórir orðnir og hibýli þín fögur, þá værir þii
stirðnað tré .og ávaxtarlaus akur, ef ekki ættir þú hinn dýra draum
ódauðlegra sálr.a um Guð, þinn föður og frelsara, og uan lif, sem
er jarðlifi æðra og djýrðlegra. Með vaxandi efnum og vaxandi
efnishyggju og veraldar nautnum, deyr sál bygðarinnar i hönduim
þér, unga kvnslóð, ef þú glatoar hinum dýra draurni trúarinnar, ef
himininn lokast aftur yfir bygð þinni og bygðin hættir að vera
Guðs hús og hlið himinsins. Ó, far þú vel með helgidóm trúar-
innar, sjálfa sál bygðarinnar, ungi lýður. “Ó, lát ei teygjast, svo
ltosnir eigi við lífs þíns rót.” Rót iifs þíns stendur í vígðfi jörð hins
andlega akurs, sem feður þínir plægðu hér og sáðu. Valc þú,
unga sál,—vak þú, unga sál hinnar gömlu bygðar, og Drottinn
Jesús gefi þér stöðuglyndi í þinni trú þér til hjáípræðis'.
Áður en eg sest niður 'leyfi eg mér að færa söfnluöunum og
prestinum i Argyle hlýjustu kveðju frá Fyrsta lúterska söfnuði i
Winnipeg á þessari hátíð. Það hefir jafnan verið hið nánasta
vináttu samband milli safnaðanna hér og safnaðarins í Winnipeg.
Margt af ágætu fólki Fyrsta lút. safnaðar er komið héðan frá
Argyie. Það bregst sjaldan, að þeir sem til W'.peg flytja frlá
Argyle, gerast meðlimir safnaðarins þar fljótlega og fúslega, og
reynast þar skylduræknir og ágætir safnaðar bræður og systur.
Eg flyt yður einlæga vináttu og hugheilar blessunaróskir frá
söfnuði mínum i Winnipeg og get fuilvissað yður um, að í dag
hugsar margur þar til yðar með gleði og góðum huga.
Ef eg má leyfa mér að lúka máli mínu, með örfáum orðum,
er mig sjálfan sneila, vildi eg segja, að mér er stund þessi heilög
hátíð, fyrir þær hugljúfu endurminningar, sem streyma i huga
rninn frá æskuárum mínum í þessari bygð' og i þessari kirkju.
Ejg' minnist þess og, að) ailra fyrsta sinn á æfi minni, sem eg leit-
aðist við að prédika Quðs >orð, þá var þaS i þessu húsi. Eg var
þá einungis ungur skólapiltur. Mörg ár eru liðin, en við sálar-
sjónum mínum blasa nú i dag hin mörgU'elskulegu andlit, sem þá
horfði eg á með líkamsaugum: andlit föður míns og móður minn-
ar, andlit hinna ágætu og ógleymanlegu frumherja bygðarinnar,
andlit feSra yðar og mæðra, andlit okkar mörgu heimförnu vina.
En það fær mér ei hrygð, að minnast þeirra elskúlegu andlita, held-