Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 8
198
Guðs hús
(Ræða flutt 2. júní á 40 ára afmæU kirkju Frelsissafn. t Argyle})
“Hér er vissulega Guðs hús og hér er hlið himinsins!”
I. Mós. 28, 17.
Þér kannist öll við söguna, þar sem þessi orð standa. Jakob,
sá er“síðar varð hinn kynsæli ættfaðir hjá nýrri þjóð í nýju landi,
var ungur, þá er saga þessi gerðist. H&nn er að flytja sig úr
einni bygð i aðra. Hánn fer fótgangandi og aleinn. Það er kom-
in nótt. Hann er þreyttur á líkama og sál. Hann legst fyrir úti
á víðavangi. Hann hallar höfði sínu að hörðuni steini. Hann
fær lengi ekki sofnað. Hann er að hugsa heim, heim til föður-
húsa ’Og æskustöðva, sem hann, ef til vill, aldrei framar fær að
líta. Og hann er að hugsa um framtíðar-heimkynnin, sem bíSa
hans, óþekt og hulin þoku. Hijartað er fult af angurværð1; augun
eru, ef til vill, fúll af tárum. Hann les bænirnar sínar, bænirnar,
sem hann kom með að heiman. Honum léttir fyrir brjósti. Hann
sofnar. Hann dreymir. í drauminum er sem himininn opnist og
bann sér ásjónu Guðs,—sér að Guð faðir vakir yfir sér; og hann
sér stiga, sem rís alt upp til hirnins, og englar Guðs fara eftir’
stiganum. Svo fagran draurn hefir, ef til vill, engann sofandi
mann dreymt. Jakob vaknaði hress og endurnæröur og fær um
a.ð halda ferð sinni áfrarn og heyja sitt frumbúaJstríð. Og hann
tók draumsteininn, sem hann hafði haft fyrir kodda, reisti hann
upp, vigði hann með oliu, eins og væri hann heilagt altari, og hann
mælti: “Hér er vissulega Guðs hús og hér er hlið himinsins.”
Vinir mínir! Atburður þessi endurtók sig hér í bygðinni
fyrir 40 árum, þegar feður vorir reistu' þessa kirkju og vigðu
hana, eins og Jakoib vígði steininn sinn, til að vera hér tákn hinna
himnesku drauma.
Sem Jakob forðurn urn óbygðina, kornu feður bygðar þess-
arar um óbygS hérúð, fyrir hart nær hálfri öld. Þeir höfðu
skönrmu áður kvatt æskuland sitt og ættjörð “norður við heim-
skaut í svalköldum sævi.” Þeir höfðu numið staðar snöggsinnis
austar hér í landinu. Þeir höfðu þolað eldraun rnikla á nýju
Islandi. Þaðan leituðu þeir hingað. Landkönnunarmennirtiir
fyrstu komu um haustið 1880 og festu sér hér ábýlisjarðir.
Snemima vors 1881 fluttu þeir og nokkrir aðrir með alt sitt í þessa
bygð. Óku sumir á sleðum, er nautgripir drógu; aðrir komu fót-
gangandi og ráku undan sér sínar fátæklegu hjarðir. Fleiri komu
■cg fleiri næstu árin. Fólkið bjó urn sig i hrörlegum torfbæjum,