Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 10
200 Jafnvel áöur en söfnuSir voru hér myndaÖ'ir, hélt hygÖarfólk i hópum hér og hvar sameiginlegar guðs'þj ónu'stur, meö húslestr- um og sá'hnasöng, og jafnvel me<5 prédikunum af hálfu leik- manna. Á nýársdag árið 1884 var stofnaður hinn fyrsti söfnuður í bygðinni, Fríkirkju-söfnuður, sem svo rétt á eftir var skift í tvent, og hét Frelsissöfnuður sá hlutinn, sem var í vestur-parti bygðarinnar. Með bróðurlegum samhug tóku báðir söfnuöirnir síðar höndum saman til þess að undiúbúa kirkjubygging. Sá draumur þeirra rættist sumarið 1889, er þessi kæra kirkja var reist, og var síðan i fjölda mlörg ár sameiginlegt heimili allría bygðarbúa. Sá er í þessu húsi fyrstur boðaðí fagnaðarerindi Drottins vors Jesú Krists, var hinn mi'kli andlegi leiStogi Vestur- Islendinga, séra Jón Bjarnason, sem þá var prestur í Winnipeg, en vitjaði iöulega fólks í Argyle. Fastur prestur kom að kirkj- unni árið eftir að hún var bygð, 1890, séra Hafsteinn Pétursson. Aðrir prestar hafa verið séra Jón. J. Clemens, séra Friðrik Háll- grímsson, og sá sem nú er, séra Kristinn K. Ótlafsson. í 40 ár hefir nú kirkja þessi staðið og um bana hefir mátt segja: “Hér er vissulega Guðs hús og hér er hliö himinsins.” •Himinn hins eilifa Guiðs hefir hér staðið opinn, og stigi risið hér frá jörðu til himins. Ótal mannssálir hefir hér dreymt hinn dýrlega draum um Guð og eilíft líf. Hér hefir himinn Guðs opnast, eins og við Jórdan, yfir skírnarlauginni, og náð G|uðs og heilagur andi komið niSur stigann yfir sálirnar ungu, er þríeinum Guði voru i'ærðar í heilagri skírn. Hér hafa líifs-lindir endurleysandi kær- leikans streymt frá krossi mannkyns-frelsarans inn i iðrandi, biðj- andi sálir syndugra manna, er kropið hafa hér við náðarborð1 Drottins. Hér hefir hljómað kærleikans eilífa mál í boðskap Jesú Krists um föðurinn á himnum og bræðurna á jörSu. Hér haía menn safnast á glöðum stundiutn og átt vináttu sambönd, sem aldrei slitna. Og hingað hafa menn leitað um fram alt, þegar þrengt hefir að, þegar sorgirnar hafa sótt menn heim og hjörtun flóðu i tárum. Hér hafa feður og mæður kvödd verið hinstu) kveðju. Hér hefir Guðs hönd strokið tárin af augum ótal syrgj- enda. Hér hefir verið hús vorra heitustu bæna. Hús þetta, sem nú hefir staðiðl í 40 ár, táknar eilífðar-draum og hjálpræðis-von Guðs barna í þessari bygð öll iliðin aldursár bygðarinnar. Hún táknar sál bygðarinnar. Hinar kirkjurnar, dætur þessarar, eru sýnileg tákn hins sama heilaga draums, sem helgaS hefir hugarfar íbúa þessarar bygð'ar og styrkt þá i striði lífs og dauða öll liðin ár. ,Nú er hin fyrri kynslóð að kalla öll horfin, farin upp stigann mikia og inn í kirkju eilífð'arinnar. En

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.