Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 7
197
út úr sál sinni. Stöndum vér franimi fyrir fögru málverki, gerum
vér sjálfir í huga mynd af meistaranurn sem myndina málaði.
IJtum vér mannvirki öi5rum máttugri, fýsir oss aÖ fá eitthvaÖ ati
vita um hugvitsmanninn mikla, er fyrst skapaÖi mannvirkiÖ í huga
sínum. Rekjum vér spor mannanna einhvern þann stig, er til ham-
ingju hefir leitt þá, nægir oss ei fyr en vér höfum fengið að; kynn-
ast á einhvern hátt anda leiðtogans, sem undan öllum öðrum eygði
landið það hið fyrirheitna í fjarska.
Bn þótt vér gætum kynst öllum mannlegum höfundum hins
fagra og góða, nægði oss ekki, því frumhöfuiidinn hefðum vér
enn ekki fundið. Skapararnir mannlegu eru ekki annað en verka-
rnenn Guðs. Sé lagið fágurt, þá er það af því, að tónar þess erit
frá Guði. Sé ljóðið fagurt, Iþá er þaðl af því, að "Giuð er sá; sem
talar skáldsins raust.” Sé málverkið dýrlegt, þá er það af því,
að Guð máilaði það fyrst á sálu listamannsins. Sé mannvirkiS
voldugt, þá er það af því, að ‘‘Drottins hönd þeim vörnum veldur.”
Sé leiðsögn umbótamannsins blessunarrík, þá er það af því að
hann er innblásinn af heilögum anda. Það alt, sem dýrlegt er og
til blessunar horfir í fari og verlcum nranna, er “einn dropi afi
dýrð” úr dýrðarhafi Guðs. Vér eigum að ternja oss að sjá Guð
og dýrð hans í ásjónum og áthöfnum; bræðra vorra.
En hvergi talar Guð við oss greinilégar en i kyrð og dýrð
náttúrunnar. Engar raddir eru jafn guðlegar sem raddir nátt-
úrunnar, engin máiverk jafn dýrleg sem náttúruskrúðið sjálft,
engin mannvirki jafn dásamleg sem furðuverk náttúrunnaiy eng-
in löggjafi jafn vitur og sá, er setti náttúrunni lög. Guð er í
náttúrunni allstaðar:
“Hvert lauf í lágum dal,
hvert ljós í himinsal
eru tungur,
er tala hátt,
þótt hafi lágt
um herrans speki, gæzku iog mátt.”
Dýrðina, sem við oss blasir hvarvetna nú um hásumar, ættum
vér að láta minna oss á Guð. Ö'll sumardýrðin er gjöf, sem Guð
cg faðir Drottins Vors Jesú Krists gefur oss börnum sínum. Daug-
um sálir vorar í lindum fegurðarinnar. Teigum djúpt af lindum
dýrðarinnar i náttúrunni alt urn kring, og lofurn og tilbiðjum Guð,
sem öll dýrðin kernur frá, eins og geislarnir koma frá sólinni.
—B. B. J.