Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 24
214 gjarnir í garS allra annara trúarbragðá—ibœöi hjnna fornu og nýju. Þiví miöur leyfir tíminn ekki neina ítarlega athugun eöa nákvæmann samanburö í þessum efnum, en þaö er þó ekki ókleift aö komast atS ýmsum staðreyndum, þegar allur þessi mikli sjóöur er tekinn til greina. Öll trúarbrögíS, undantekningarlaust, fela í sér margt gott, uppbyggi- legt og nytsamlegt, og hafa mi'krð af sannleika til bruruns að! bera. Alðsta reynsla mannsandans er á þessu sviði. 1. Það er sta'Sreynd að allar þjóðir á öllum tímum hafa haft ejn- hverja meðvitund um æðri veru eða verur, og sömuleiðis urn líf efitir' dauðann. Á þessu er engin undantekning. Má þessvegna, segja með sanni að þessi meðvitund sé eins algeng og hjartasllátturinn og ja'fh dðlileg. Trúarbrögð mannanna hafa skifst aðallega í tvo flokka— eingyðistrú og fjölgyðistrú. En í raun og veru hafa allir menn haft meðvitund um einn guSdóm,—jafnvel þar sem guðirnir hafa verið flestir. Eins og öllum er kunnugt, vom forfeður vorir fjölgyðis- menn. Þeir trúðu á Þór, Óðinn, Baldúr og mörg önnur goð, en samt fól Þorkell máni sig, á dauðaStundinni þeim guði á hendur, sem sól- ina hafði skapað. En hver skildi þessi guð hafa verið'? Auðv'itað eifginn annar en guð allsherjar og faðir drottins vors Jesú Krists og faðir vor. Þegar Páll postuli kom til Aþenu borgar tók hann eftir mörgum ölturum, sem helguð voru hinum ýmsu goðum, sem á Grikk- landi voru tilbeðin, en éitt altariðl hafði verið! helgað hinum “ókunna guði.” Þennan guð boðaði Páll spekin'gahópnum á Mars hæðinni frægu. Hver var þessi “ókunni guð1?” Að sjálfsögðu guð1 kristinna manna! Hvað sannar þessi allsherjar meðvitund? Descartes, vísinda- maðurinn og spekinigurinn nafnfrægi, hélt því fram að ef mjög marg- ir hefðu meðvitund um hið' sama, þá hlyti þetta alð skoðast sem raun- veruleiki. Raunvcruleikinn skapar meðvitiindina. Þessi kenning hans er álitin góð og ,gild á öllum sviðum náttúruvísindanna hvar sem er í heimi. Því ætti hún ekki að hafa nákvæmlega sama gildi í guðt- fræðinni ? Þetta er aðeins ein sönnun fyrir tilveru guð&j; en auðvitað eru til margar fleiri. Guðfræðingarnir hér i kvöld, ugglaust, kann- ast við Paley og Butler, og það sem kallast “Ontological, Cosmological og Teleological proof for the existence of God.” 2. Það er staðreynd að í hverjum manni býr meira eða minna af trúarhæfileika. Og þessi hæfileiki sikapar trúarþörfina. Eins og allir aðrir hæfileikar getur hann legið í dái og sjaldan eða aldrei gjört vart við sig; en það breytir e'kki veruleikanum að hann sé til. Plæfii- leikarnir flestir samtengja oss á einn eða annan hátt við1 umheiminn. Augun eru gefin manni af þvi að umhverfis oss er sýnilegur heimur; eyrun vegna þess að hljómar eru til. Eegurðin í náttúrunni full- nægir fegurðartilfinningunni. Líkaminn er tilbúinn með meltingar- færum fyrir þá sök að hann þarfnast næringar. Höndin er gjörð fyrir vinnu og vörn. En sálin er sköpuð um fram alt fyrir guð

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.