Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 22
212 myrkriö hverfiir fyrir sólaruppkomunni. Hann fékk bót á öllum sín- um meinum. Hann endurfæddist fyrir guölega náö og kraft. Eftir þetta varöi hann æfi sinni, lærdómi sínum, málsnild sinni, og öllum öörum kröíftum sínum og hæfileikum til að! boða dauðlegum og deyj- andi mönnum þennan frelsandi og lífgandi kraft i Jesú Kristi. Hann er nú eitt allra skærasta ljósið, sem leiftrar á sögulhimninum. Hawn. liafSi reynt náSina í Jesú Kristi, og þessvegna gat hann tataið me<Ö valdi, sem aldrei hefir rnist gildi sitt fram á þennan dag. Aldir liðu. Annað stórgáfað barn fæddist á lítilmótlegu en Ikristnu heimili í Eisleben á Þýskalandi. Þetta efnilega barn var skírt og nefnt “Marteinn Lúter.” Þegar Marteinn óx upp var ha,nn mjög olíkur Ágústínuisi. Frá harnæisku þráði hann að lifa heilögu lífi. Hann var gott barn—ekki að'eins sinna jarðnesku foreldra, held- ur um fram alt sinnar andlegu móður—katólsku kirkjunnar. Hann tók fyrirkomulag, reglugjörðir og fyrirskipanir hennar i mestu alvöru og einlægni. Hann reyndi sitt ítrasta að' fylgja þeim öllum bfókstaf- lega. Það var happ fyrir kristnina en mesta óhapp fyrir katólskuna, að þessi ungi maður. tó'k hana þkatólskuna) i svona mikilli alvöru. Einu sinni, þegar hann í djúpri auðmýkt var að skríða upp tröppurn- ar fyrir framan St. Péturs kitkjuna i Róm, þá bergmáluðu þessi orð PáLs postula í eyrum hans: “Hinir réttliátu munu lifa fyrir trú.” Á’ því augnábliki hófst siðlbótin. Nýtt ljós braust inn í Sál þessa mikla tnanns. Nýr lífstraumur að ofan rann sterklega inn í alla tilveru hans. Hann umskapaðist, endurfæddist, varS annar Marteinn Lúter. Vegna þessarar lifandi reynslu hafði hann hugrekki til að negla greinarnir frægu á kirkjudyrnar í Wittertburg, vegna hennar gat hann mætt ráð'inu í Worms eins og mesta; hetja, vegna hennar þýddi hann ritninguna á móðurmál fólksins i Wartburg kastalanum, vegna hennar gjörðist hann faðir og leiðtogi hálfrar kristninnar (næstur Kristi). Öll rit hans 'bera með sér að ihann talaði það, sem hanrt vissi og vitnaði um það, sem hann sjálfur hafði reynt. Seinna útskrifaðist bráðgáfaður námspiltur frá Oxford háskól- anum á Bnglandi. Hann las guðfræði og vígðist inn i biskupakirkj- una ensku. Alt af þráði hann eitthvað, sem aldrei hafði fallið' hon- um i skaut. Hvorki háskólinn, kirkjan eða preStsemibættið gat fujl- nægt dýpstu þörfum hans. Hann fór til Ameríku, og á heimferðinni lenti hann í hóp af guðhræddu fólki—iMoravingum, fylgjendum Zin- zendorfs greifa. Hann hlustaði á söng þeirra, bænir, prédikanir og vitn- isburði, og fann mjög sárt til þess að þetta fólk átti eitthvað sem hann aldrei Ihafð'i eignast. Hann var að boða öðruim trú, en var ekki sjálfur kristinn í raun og sannleika, Þégar heim kom hlustaði hann, af hreinni tilviljun, á fremur lítið þektan prédikara, sem lagði út af og útskýrði eitt af ritum Lúters. Þá hitnaði honum um hjartaræturnar—- “was strangely warmed,” eins og hann sjálfur kemst að orði. Á máli biblíunnar endurfæddist hann—>varð nýr og gúði helgaður maður. Upp frá þessu flutti hann guðs orð' með undrakrafti og stórkostlegum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.