Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 19
209 hljóðfæraslátt og söng þúsnndir mílna í fjarlægS. Varla gjörist þörf að nefna hinar mörgu, margbrotnu og stórkostlegu vélar, sem finnast víðá í venkstæðum og annarsstaöar. Á meðal þessara verklegu vísinda skipar læknisfræðin ugglaust öndvegið, og margir hafa fulla ástæðu til að blessa það mikla og góða líknarstarf. Enginn heilvita maður neitar gildi vísindanna, en menn rugla oft saman orðtækjunum “náttúru vísindi” og “ vísindi.” Hið fyrra fjallar eingöngu um þáð, sem er sýnilegt og áþreifanlegt, en hið síð'ara innibindur alla þekkingu á öllum sviðum. Sérfræðin er góð og nauðsynleg, en hún gjörir! menn, því miðtar, oft og einatt, sorglega þröngsýna. Mönnum hættir til að sjá ekkert fyrir utan takmörk þeirr- ar fræði, sem þeir hafa lagt sérstaklega fyrir sig. Sumir, sem mjög snjallir hafa reynst á hinum ýmsu sviðum niáttúrurvísindanna, gleyma þrásinnis að fyrir ofan hið sýnilega og áþneifanlega li'ggur annar heimur, sem er jafn verulegur og miklu æðri en hinn. Til að geta skynjað alheiminn, sem úr efni er gjörður hefir höfundur tilverunnar gefið öllum mönnum líkamleg skilningarvit, en til að skynja veruleik- ann i æðra heiminum ihefir drottinn látiði mönnum í té önnur slkiln- ingarvit, sem í eðli sínu eru langt fyrir ofan þau; líkamlegu. Þekking mannsins á verunum, sannindunum og áhrifunum frá þessum æðra heimi er jafn vísindaleg og þekking hans á þvi, sem úr efni er gjört —og vísindalegri fyrir þá sök að þessi sannindi eru þau allra dýpstu, háfleygustu og háleitustu, sem tilveran öll hefir að geyma. Náttúruvísindin hafa skapað andrúmsloft, sem yfirleitt er heil- næmt og gott. Þau hafa líka skapað aðferðir, lög og reglur, sem hafa reynst haldgóðar og áreiðanlegar í hvívetna. Stuttlega' skulum vér gjöra oss grein fyrir þessu. Vísindin byggja algjörlega á tvennU'—staðreyndum og senni- legum tilgátum ('Facts a-nd Working .Hlypotlheses). Staðreynd er það, sem margir hafa íhugað, athugað- og rannsakað með mestu vand- virkni og komist að þeirri nið'urstöðu, að iþað sé raunveruleiki. Ekk- ert er samt álitið staðreynd fyr en allir, eðla nærri allir, hæf’ustu mennirnir á því sviði hafa þannig ályktað-. Þessi rannsókharandi vísindanna .hefir reynst mjög heilsusamlegur og affarasæll. Sagt er að hann eigi rót sína að rekja, að mikju leyti, til Lord Bacons á Englandi. Á hans tið, og fyrir hans tíð, var iheimurinn fullur af alls- konar hjátrú, bábiijum og hindurvitnum. Þetta höfðu menn tekið í arf frá miðöldunum. Menn gjörðu þá óteljand’i og friáleitustu stað- hæfingar, sem ekki höfðu við1 neinn veruleika að! styðjast. Skóla- spekingarnir, til dæmis, eyddu miklum og dýrmætum tíma í að deila um, hvað margir englar kæmust fyrir á nálaroddi. 1 nafni bezta and- lega lífsins á sinni tíð, hrópaði hann stanz við öllum þessum heilaspuna og hugmyndaflugi. Hann var eins cg ný rödd á eyðimörku, sem kallaði hátt og snjalt: “Musteri bekkingar- innar þarf að hreinsa af öllum skurðgoðum og hégiljum. Alt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.