Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 21
211 er Jesús Kristur. Þessi staShæfing mín mun standast alla rannsókn, hvort sem maður á við hinn sögulega Krist Nýja Testamentisins, hinn persónulega Krist reynslunnar, eöa mátt hans og veldi í gegnum ald- irnar. Hann hefir staöiö á mannlífshafinu í nítjlán aldir. Storm- arnir hafa blásiö, freyöandi öldurnar hafa, ætt. Bárurnar hafa brotn- aö á bjarginu; en það—þetta guSlega bjarg—hefir sta'ö'iö óbifaö og óbifanleigt, og aldrei hefir það verið dýrðlegra en nú. Svæsnustu óvinir hans hafa stundum tekið undir með hjartfólgnustu vinunum, og kveðið upp sama dóminn: “Vér finnum enga sök hjá hionum.” Kristur er óskeikull! Á þvi bjargi er öllum óhætt að‘ byggja! Bn Jesús er lika mesti vísindamaSurinn, sem uppi hefir verið. í samtalinu ógleymanlega við Nikodemus mælti hann þessi eftirtektar- verðu orð: “Vér tölurn það sem vér vitum og berum vitni um það’, sem vér höfum séð.” Er mögulegt að tala vísindalegar en þetta? Líf lians alt og kenningar eru svo dásamlega raunverulegar. ’Þa®1 sem enskan kallar “sense of reality” bllasir við manni allstaðar, þegar um Jesú er að ræða. Postular Jesú, gátu líka tekið orö meistara síns sér í munn og sagt af ölhi hjarta og i mestu hreinskilni: “Vér tölurn það sem vér viturn og berum vitni um það1, sem vér höfum séð.” iÞeir höfðu verið honum handgengnir í nærri þrjú ár. Þeir voru sterk- lega snortnir af anda hans—gagnteknir af honum. Þeir elskuöu hann meira en lífið sjálft. Hann var þeim alt. Þeir sáu hann píndan og kvalinn—negldan á grimmúðlegan og blóðugan krossinn. Þeir sáu opnu og tómu gröfina fyrir utan múrveggi borgarinnar. Þeir mættu sínum upprisna drotni hvað eftir annaö—áttu tal við hann snæddu með honum, snertu hann og gengu með! honum. Þeir sáu ihann stíga upp til himins. Tiu dögum seinna urðu þeir allir fullir af heilögum anda, og eftir það fóru þeir út um allan heim og með’ hjörtun á IVáli kunngjörðu þeir öllu fólki .það1 sem þeir höfðu heyrt, séð og reynt. Boðskapur þeirra var enginn heilaspuni, eklcert hugmyndaflug, eng- inn vanskapnaður ímyndunaraflsins, heldur heilagur raunvendeiki. Allir frömuðir kristninnar á öllum öldum síðan hafa einnig getað sagt: “Vér tölum það, sem vér vitum og berum vitni um það áem vér höfum séð.” Undantelkningarlaust hafa þeir þekt djúpa, innilega og verulega trúarreynslu, og út úr þeirri reynslu hafa þeir talað með1 krafti. Ajgúsíínus hét stórgáfaður unglingur í Alexandríuborg. Hann átti trúaða og guðelskandi móður — Moníku að> nafni. Hann fór' til Rómaborgar til að “læra.” Þar lenti hann, því miður, i hina verstu spillingu. Hann vai"ð seinna kennari i mælskufræði i þessari miklu heimslborg. Líklega hefir enginn kannað' hyldýpi syndarinnar betur en hann. En drottinn Jesús, frelsarinn góði, sem móðir þessa spilta, unga inanns tignaði, tilbað og elskaði, mætti honum á þessari voðalegu braut. Agústínus iðraðist synda sinna, meðtók Krist sem frelsara sinn og drottin, geikk honum algjörlega á hönd og helgaði honum lif sitt, fyrir alla eilífð. Syndin hvarf eins oig þokan og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.