Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 17
I
207
“Dr. Stuart sagÖi mér oft frá því, að hann hefði vaknað upp
af svefni og séð. “Bryan bróður’’ vera að biðjast fyrir með upp^-
lyftum höndum við fótagaflinn. Hann hafði gotit af þeirri sjón.
Hún styrkti hann. Hann var vanur að segja: ‘Eg hefi oft opnað
augun og séð “Bryan bróður” standa þar mieð upplyftum, höndum
og vera að biðja fyrir mér. Guð blessi hann.’ ”
Eg sagði “Bryan bróður” frá íbók, sem eg var ný-búinn að
lesa; bók, sem kölluð er: “Einfeldningurinn i Kristi,” eftir Ger-
hart Hauptmann. Það er saga af manni, sem fetaði svo vandlega
í fótspor Jesú Krists,—jafnvel reyndi að rekja förin eftir fætur
hans á jörðinni—að' hann var kallaður þessu! auknefni.
Eg sagði “Bryan bróður” frá þessari bók. “Nú hefi eg loksins
mætt slíkum manni i raun ^og veru. Þér eruð svo fylgissipakur
við meistarann, að orð bókarinnar eru í raun róttri lýsing á yður.”
Eg flutti jafnvel ræðu um bókina í Meþódista kirkju þar í
borginni. Tylft af áheyrendum kom til mín eftir ræðuna, og
sögðu: “Við höfurn slíkan mann í Alabama, og það einmitt hérna
í Birmingham. Hafið þér hitt hann? Hann heitir ‘Bryan hróðir.’ ”
Hann er hirðir alls fólksins, hann “Bryan bróðir,” í Birming-
ham. G. G.
Raumveruleiki og vísindalegt gildi
kristilegrar trúarreynslu
Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi að Riverton, Man., 5. júní 1929 af
séra Carli J. Olson, presti í Wynyard, Sask.
Herra forseti! Háttvirta -kirkjuþing! Kæru, góðiur vinir !
Vér lifum á vísindalegri öld. lEnginn hefir tilefni aö amast við
því, heldur einmitt þvert á móti. Vér öll, undantekningarlaust, eig-
um vísindunum mikið gott upp að unna. Þau hafa stórkostlega aukið
víðsýnið; þau hafa staakkað sjóndeildarlhringinn; þau hafa yfirleitt
skerpt gáfurnar og þau hafa margfaldað' lifsþægindin á allar lundir.
Hvert einasta mannsbarn í gjörvöllum mentaða heiminum er í stórri
og óborganlegri þakklætisslkuld við frömuði og aðra starfsmenn vís-
indanna. Allir fá að njóta ágæti þekkingarinnar að meira eða minna
levti, hvar sem er í víðri veröld.
Á þessum síðari tímurn hefir þekkingunni fleygt áfram með svo
miklum hraða að undrum sætir. Andi mannsins riðar, ef maður hugs-
ar eitthvað um það. Þegar allur aldur mannkynsins er tekinn til
greina, er ekki svo mjög langt síðlah, að allir menn álitu að jörðini
væri flöt, að hún væri miðstöð alheimsins, að festing himins væri afar-