Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1930, Side 10

Sameiningin - 01.01.1930, Side 10
8 Hvert stefnir? Þegar ma'Sur i foyrjun árs spýr hvert stefni fyrir kirkju- félagi voru og öðrurrt félagsskap, þá verður það rýrnun íslenzku nýlendanna, sem mestri athygli veldur. Gömlu íslenzku bygðar- lögin mörg fara minkandi ár frá ári, unz þau hverfa með öllu. Sumstaðar er hraðinn lítill, en víðast mikill. Innan vors kirkju- félags hafa 5—6 söfnuðir og 3—4 kirkjur þegar lagst niður, fyrir eyðing bygðanna á þeim stöðvum. Nýbygðir eru naumast telj- andi á síðari árum, því fólk, sem flutt hefir úr gömlu bygðunum. hefir tvístrast í allar áttir, þó smáhópa sé aS sönnu að finna á nokkrum nýjum svæðum, t. d. í California. Innflutta íslenzka kynslóðin týnir nú óðum tölunni, og engir flytja inn í stað þeirra, sem deyja. Samkvæmt skýrslu stjórn- arinnar voru árið 1921 á lífi í Canada 7,135 innfluttir íslendingar, en börn þeirra og afkomendur voru 8,741. Tíu ár eru liðin siðan þeirri skýrslu var safnað. Manntalið i ár mun sýna, hve margir nú eru eftir. Miklu færri verða þeir, en við síðustu manntals- skýrslu ; og með því það fólk, sem innflutt er í landið, er nú svo að segja alt roskið fólk og gamalt, verður hraði strau-msins æ meiri með hverju ári, sá er ber hina eldri kynslóð inn í eilífðina. Innan fárra ára verða sama sem engir innfluttir íslendingar, fþ. e. þeir, er á íslandi eru'fæddir) eftir í Ameriku, nerna svo, aö íslendingar taki á ný að flytja frá íslandi til Ameríku, sem er næsta ólíklegt. Fyrir innfæddu kynslóðinni, þeim, sem fæddir era hér í landi af íslenzkum foreldrum, eða íslenzka afa og ömmur hafa átt, fer líkt eins og öðru fólki. Það býr ekki ávalt á sama stað, heldur tvístrast út um álfuna. Það giftist öðru fólki hérlendu og sam- einast því. Við það ræður enginn mannlegur kraftur, og við það verða menn að sætta sig, hvort sem mönnum fellur betur eða ver. Abærilegast er þetta í borgum og bæjum. Menn geta borið saman það, sem var og það sem nú er, í Minneota, Marshall, Graf- ton, Pembina, Brandori og Winnipeg. í Winnipeg voru 1920, samkvæmt manntalsskýrslu rikis- stjórnarinnar alls 2,273 Islendingar, innfluttir og innfæddir, og þó enskir væri í móðurætt. All-mikið hefir þeim fækkað á tíu árum. Gamla fólkið, það er frá íslandi fluttist fyrir 40—50 ár- um, er að hverfa, og sætin eru auð. Þó allmargt fólk hafi flutt úr íslenzkum sveitum inn í borgina, þá vegur það ekki upp á móti þeim fjölda, sem flutt hefir burt,—vestur að hafi og suður

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.