Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 19
17 sköttum og nú er raun á. ÞaÖ er ein hættan, sem fylgir rikis- verzlun meÖ áfengi, að ímyndaður gróði, sem vitanlega er ærið dýrkeyptur, festi fyrirkomulagið án tíllits til annara áhrifa þess, þangað til bölið, sem af því leiðir, keyrir svo fram úr hófi, að menn átti sig á ný. Það sem ríður á, er að sannir vinir bindindis, sem finna til þess hvílíkt ógnar böl áfengisverzlunin hefir verið og er, standi á verði, og láti ekki telja sér trú um að það sé friður og öllu ó- hætt. Hættur og erfiðleikar fylgja vínlbanni, urn það er ekki að villast. En hættur og erfiðleikar eru að sýna sig með vaxandi hraða undir því fyrirkomulagi, sem nú er verið að reyna hér i Manitoba og með smá tilbreytingum í einstökum atriðum um meginhluta Canada. Ólögleg áfengissala helst við, ríkissalan eykst, og hættan, sem stafar af hvorutveggja fer vaxandi. Þar að auki heldur Canada stjórn að minsta kosti óbeinlínis vernd yfir stórkostlegri áfengisverzlun við Bandaríkin, þvert ofan í lög þar. En ekki eru þeir, sem þá verzlun reka vandir að þvi heldur að halda lögin heimafyrir. Komist hefir upp að mikið af áfengi, sem undanþegið er innanríkistolli hér í Canada undir því yfir- skyni að það eigi að flytjast úr landi, er flutt út fyrir landstein- ana en flutt inn aftur af smyglurum til stórgróða hlutaðeigedum. Gegn öllu þessu þarf á að halda vakandi almenningsáliti, sem horfist i augu við ástandið og leitast við að finna ráð til bóta. Að því er að vinna hér í fylkinu, The Manitoba League Against Alchoholism, sem heldur þing í Grace United Church í Winnipeg fimtudaginn þann 6. febr. næstkomandi. Hafa öll bindindisfélög og öll félög, er hafa stuðning bindindis á dagskrá sinni, rétt til að senda erindreka á þingið. En auðvitað leysa ekki slík þing úr vandanum, nema þau eigi öruggan barkhjall í almenningsáliti, sem fyrst og fremst liggur á hjarta að fá ástandið bætt. Heimilin, kirkjurnar, sunnudagaskólarnir og daglegu skólarnir þurfa að vera samvinnandi að því að efla bindindissemi einstaklinga. Svo þarf löggjöfin meir og meir að mótast af anda þerra, sem einungis líta á sanna almenningsheill, en ekki af anda þeirra ,sem fúsir eru til þess að líta fyrst á peningalegan gróða fyrir sjálfa sig eða fylkið en ekki á siðferðislegar afleiðingar eða kjör einstakling- anna, sem áfengisverzlunin kemur þyngst 'niður á. K. K. Ó.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.