Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1930, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.02.1930, Qupperneq 12
lagiS, sem húu boðar, er raunverulegt og á sér djúpar rætur; þaS er ekkert uppreistar-samsæri. BræÖralagið, sem við heyrum svo oft talað um nú á dögum, er nok-kuð einskorðað oftast nær. Það grundvallast á þeirri kröfu, aö auðmennirnir fari með fátæklingana eins og bræSur. Og kraf- an er réttmæt og djarfmannieg. En hinu sleppir hún, að skyldan hvílir á báðum jafnt; að þrátt fyrir alla hans lesti, þá er auðmaÖ- urinn eftir sem áður bróðir fátæklingsins, og' að hinum fátæka ber að kannast viÖ hann og umgangast hann sem bróður. Bræðralagshugmynd þessi fer fram á þaS, aÖ löstum fátækl- inganna sé fært alt til afsökunar, sem hreinskilnin frekast leyfir, fyrir þá sök, aÖ lífskjörin hafi gjört þeim syndir þær nærri því óuinflýjanlegar: ósiðsemi þeirra, drykkjuskap, óþrifnað og aga- leysi. Þessa má vel krefjast; það er rneira að segja skylda við Krist sjálfan að svo sé gjört. Hann var óumræðilega vorkunn- samur og mildur við alla þá, sem fyrir óskaplegar freistingar og mannfélags-rangindi höfðu sokkið, og sokkið að minsta kosti eins djúpt niður í eymdina eins og í spillinguna. En þá má það ekki heldur gleymast, að einhverja vorkunnsemi ber að sýna auðmann- inum lika. Auðurinn hefir sínar freistingar í för með sér; og eins völdin. Eestir auðmannsins eru umhyggjuleysi um eigin á- birg'ð, hóglífi, óhóf, ókunnugleiki um eymd annara. Á þetta þarf að líta, ekki svo sem til að berja í brestina, heldur með bróður- hug af hálfu þeirra sem fátækir eru, ef þeim er umhugað um bræðralagið. Það er ekki rétt að kenna lífskjörunum um. öll lýtin annars vegar, en hinum rnegin um alls ekki neitt. Það er naumast bróðurlegt að halda því fram að fátæklingurinn syndgi af þvi að hann liefir orðið fyrir freistingu, en að auðmaðurinn syndgi af því að hann sé svo illa innrættur. Af hvers konar rót segir svo Jesús að þessi fjárskifta-bón sé runnin ? — Eitt er víst: það sem honurn varð að orði er alls ekki sú athugasemd, sem oss hefði fyrst flogið í hug við samskonar tækifæri. Vér. heföum líklega kýmt að því laga-ástandi, sem aldrei veitti skjótan úrskurð á slíku rnáli, eða bót á öðrum eins órétti. Eða vér hefðum, talað um ranglætið í þessurn erfðalögum um frumburðarréttinn, hefðum spurt hvort það væri réttlátt að einn bróöirinn fengi alla eignina, en hinir ekki neitt. Eða vér hefðum andæft því ranglæti, að veita einni stétt nokkur forrétt- indi fram yfir aðrar. En honum varð ekkert þess konar að orði. Hann hæddi ekki lögin; andæfði ekki þessu forréttindakerfi, sagði ekkert ilt um “æöri” stéttirnar. Hann fór dýpra; hugði að sjálfri rótinnni: “Gætið þess aS varast alla ágirnd.” Það var ágirnd, sem kom

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.