Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1930, Page 17

Sameiningin - 01.02.1930, Page 17
47 Pistlar Eftir séra N. S. Thorláksson Jól í Japcin 1929 Jú, þaS var auðséð á öjllu, jafnvel í Japan, aÖ jólin voru í nánd. Stræta upplýsingin og prýðin blasti þvi viS manni, þegar inn í stóru búðirnar (hfepartment storesj var komiÖ hér í Kobe. Hér stóÖu i fordyrum jólatré prýdd og á kveldum upplýst. Sánkti Kláus birtist hér einnig í sinni amerísku dýrð og virtist vera eins heima hjá sér hér eins og þar. Það er víst óhætt að álíta að Kobe með sínurn 800,000 íbúurn sé engin undantekn- ing í þessurn efnum. Það var gaman að ummælum í einu ensk-japanska dag- blaðinu (ritstjórnin japönskj um Sánkta Kláus. Það var sagt að honum hefði verið tekið með kynjum og kostum og væri orðinn ílendur með öllum forfeðra-heiiriildum; en eitt hafði gleymst—reykháfar væru ekki i japönskum húsum og því erfitt fyrir hans hátign að 'komast þar inn. Út af ummælum þeim datt mér í hug, að eins og reykháfa slcorti í Japan handa Sánkta Kláus til þess að komast niður urn, eins skorti opin hjörtu hjá þjóðinni fyrir hinum sanna jólalboðskap, þótt dyr hefðu opnast á víða gátt fyrir öllu jóla gliti og glingri Vesturlanda. Má vera að jólaljóminn komist fyrir það á einhvern hátt að hjörtum, sem hyggja dýpra, en aðeins á hið ytra. Börn biðu með óþreigju eftir jólunum og fögnuðu þeim eins og heima; enda er jólafri hér i skólum eins og þar. En vitaskuld var horft til jólanna nokkuð öðruvísi af kristnum börn- um og unglingum. Samkvæmt beiðni talaði ég eitt sunnudags- kveld í jólaföstu til barna og unglinga á skóla, er Sameinaða kirkjan í Canad'a stendur á bak við, en aðrar kirkjur1 mótmæfenda í Ameríku styrkja og sóktur er af börnum og unglingum trú- (boöa og annara útlendinga. Er séra Octavíus ritari í stjórnar- nefndinni. Var mjög álitlegur hópur korninn saman þetta kvöld og minnti á hinn sanna undirbúning undir jólin, og nauð- syn hans. Fékk ég góða áheyrn, og var mér það mikil ánægja að tala við ungmennin. Einn dag var ég líka beðinn að koma á fund með japönskum mönnum, er hafa félagsskap sín á milli til þess að æfa sig í ensku. Var ég beðinn að tala um þýðing jólanna. Var mér vitanlega ánægja að því að verða við þeirri beiðni; en gleymdi í bili að ég hafði lofaö að vera annarsstaðar um sama leyti; fór því sonur minn fyrir mig. Háfði ég rétt

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.