Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1930, Page 21

Sameiningin - 01.02.1930, Page 21
51 sinn og frelsara Jesúm Krist. Foreldrarnir voru trúboðshjón- unurn mjög þakklát fyrir komuna, og ég trúi því, að þeir, sem lesa, verði þeim líka þakiklátir og gleðjist með veika drengnum og gleðjist einng út af því, að trúboðshjónunum veittist náð til þess að flytja ungri sál jólafögnuðinn, og sömuleiðis geisla af honum til foreldra hans. 1 þessu samtoandi vil ég geta þess, sem er einn þáttur i trúboðsstarfi þeirra, að Octavíus sendi á jólunum 500 japönskum mönnum víðsvegar i landinu á spjöldum Ijósgeisla Guðs orðs sem jólakveðju. Mér er næst að halda, eftir því sem ég hefi getað komist næst, að enginn trúboðanna eigi hægra með að ikomast í kynni við fólk en hann og ná tiltrú þeirra. Það er vani hans, ef hann nær tali af einhverjum, sem hann hefir ekki hitt fyr, að skifta nafnspjaldi við hann, og slkrifa honum svo ef hann er japanskur. Með þessu móti nær hann viðkynning viS svo marga og fær þannig tækifæri til að beita áhrifum sinurn við þá. Þetta skýrir hinar mörgu jólakveðjur. En guð einn veit inn í hvað margar sálir jólageisli hefir komist og hver arðurinn verður. Okkar er að sá; hans að gefa óvöxt- inn. Eg endurtek: Að vera glaður og gleðja vegna jólagjafar- innar miklu er að halda jól ekki aðeins jóladaginn, heldur hvern dag. Eg bæti viS: Að gleðja eykur gleði hvers manns. Svo vil ég sépyrja þig, sem þetta lest: Heldur þú ekki að jólagleði þín og hversdagsgleöi myndi aukast, ef þú ynnir sem bezt að því að gleðja og þá styðja að því, að trúboðar þínir fái að flytja sem mest af sönnum fögnuði inn i sálir hér—fögn- uðinn, sem enginn tekur frá oss? Eg er í engum vafa um það. Við gleðjumst, þegar við erum glödd. Við gleðjumst líka þegar við gleðjum aðra. Svo vil ég enda þennan pistil með því að minnast þess, aS nú hefi ég lifað 73 jól, en á engum jólum dreymdi mig fyrir því, að hin 73. jól myndum við hald'a í Japan.En það varð þó. Og Guði sé lof fyrir það og fyrir öll jólin. Kobe, Japan, 24. jan., 1930.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.