Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1931, Síða 6

Sameiningin - 01.09.1931, Síða 6
2ÓO Hans Gerhald Stub D.D.,LL.D„ Litt. D., L.H.D. I. ágúst síÖastliÖinn andaÖist aÖ neimili sínu í St. Paul, Min- nesota, norski kirkjuhöföinginn þjóÖkunni, dr. Hans G. Stub. Er ]?ar hnigi.nn til moldar einhver ágætasti leiÖtogi kristinnar kirkju i Vesturheimi. Vér íslendingar megum mikiÖ harma fráfall þessa góöa manns, svo mikill vinur sem hann var oss íslendingum og hjálp- samur í mörgum greinum. Hann kyntist íslendingum snemma á landnámsárum og hélt trygÖ við þá alla æfi. Einn af þeim prestum, sem framan af þjónaði í söfnuðum kirkjufélags vors, séra Hans B. Thorgrímssen, var kvæntur systur dr. Stubs, og voru miklir kærleikar jafnan með þeim mágum. Mikill vinur var og dr. Stub þeirra hjóna dr. Jóns Bjarnasonar og frú Láru. Mjög handgenginn var hann mörgum öðrum íslendingum. Sá, er þetta ritar, átti urn hrið með honum nokkura samleið, þjónaði nokkur ár söfnuði í kirkjufélagi því, er dr. Stub veitti forstöðu og naut ávalt mikillar vináttu hans og velgerða. Tvívegis sótti dr. Stub kirkjufélag vort heim og sat kirkju- þing vor. Voru það hátíðisdagar á þingum vorum, er sá ljúfmann- legi höfðingi sat á fundum með oss. Hans Gerhard Stub var fæddur 23. febrúar, 1849, í bjálka- kofa nálægt Muskego í Wisconsin. Faðir hans var prestur þar í nýlendu Norðmanna og hét fullu nafni Elans Andreas Stub. Varð hann háaldraður rnaður og þótti merkisprestur. Gekk prests- embættið í erfðir í þeirri ætt, og er til rnarks um það sú hátíðlega athöfn árið 1897, þá sarnan fór 50 ára prestsvígslu afmæli þessa nýnefnda manns, 25 ára prestsvígslu afrnæli sonar hans, Plans G. Stubs, og vígsludagur sonar-sonar hans, Jacobs A. D. Stubs, sonar dr. Stubs, þess er nú minnumst vér. 1 æsku var Plans G. Stub sendur til náms í Bergen í Noregi; eftir það gekk hann á Luther College í Decorah, Iowa, og tók þar stúdents-próf 1886. Þrern árum síðar lauk hann prófi við Con- cordia College í Fort Wayne, Indiana, og árið 1872 laulc hann guðfræðanámi við prestaskólann í St. Louis, og það ár var hann prestsvígður. Síðar hélt hann áfram námi við háskólann í Leipzig á Þýzkalandi. Doctor i Guðfræði varð hann árið 1903 og síðar var hann margsinnis særndur nafnbótum við háskóla, bæði heima og erlendis, og Norðmanna konungur sæmdi hann stór-krossi Ólafs-orðunnar.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.