Sameiningin - 01.09.1931, Side 24
278
Hann þrátt fyrir þær hryllilegu athafnir, sem eru framdar í
Hans nafni.
En svo vissi hann fyrir, aÖ alt það myndi líka fram koma.
Hann spáði, aÖ nafn Hans yrÖi haft aÖ skálka-skjóli, til hlífðar
þeim verkum, sem Hann hrylti viÖ og Hann barðist við, að hræsn-
arar myndu nota í sínar þarfir það, sem Hann kendi,—og svo
hafa þeir sannarlega gert.
Og sá lifir í gullnum görðum nálega óþolandi sælu, sem finnur
Hann, þrátt fyrir alt og alt, og byrjar á því, einfaldlega og alveg
upp á eigin spítur, að fylgja honum allar stundir dagsins, á skrif-
stofu og við diskaþvott og matfangakaup, þegar vel gengur og
þegar miður vel vegnar, þegar flest leikur í lyndi og þegar alt
er upp á móti, glaðlega hugsunarlaus um veraldar met og barna-
lega viss um að ekki þurfi annað að gera en að vera vænn og trúa
á Guð.
Vissulega þekkir hver og einn nokkrar manneskjur sem lifa
við það ljós? Ekki hafa allir sem ‘kristnir kallast’ fundið það, né
allir sem til kirkju fara; langt í frá. En fólk finst til og frá, sem
lifir svo, að aldrei syrtir að hjá því, hjörtu sem finna sælu, hvað
sem að kemur. Ekki láta-sælu, ekki blautgeðja kvelli-kend til að
villa sjálfu sér sýn, heldur örugga, fjörgjafa, nærfelt átakan-
lega vissu—persónuléga vitund til persónulegs Guðs.
Þegar svo er komið, þá má einu gilda, hvort maður er auðugur
eöa snauður, ungur eða gamall, fríður eða ófríður, . hvort
honum gengur vel eða illa. Þeir sem finna Guð, hafa alt fundið,
alt ráðlagið er þeirra, eða öllu heldur: þeir eru við alt hið mikla
ráðlag (scheme) riðnir, glaðir og gagnsamir. Meðan stendur á
þeim usla-mikla, óráðna, skamma draumi, sem vér köllum líf á
þessari jörð, þjóna þeir, bíða þeir, trúa þeir. Og hinsvegar við
þetta líf sjá þeir hvað veldur þjónustu þeirra, þolinmæði og trú.
Elskusemi og þjónusta hérna megin. En—ást og starf
vegna Guðs þess, er vér fáum aldrei séð um vora daga. Og á
þessu tvennu lafir alt lögmáliö og spámennirnir.
Hvað má einfaldara vera? Ef ekki er satt, þá hefir það
samt staðist eldraunir áranna, staðist blóðuga bardaga, eld og róg,
aðsókn óvina utan að, svikara innan að; það hefir þolað árásir
kænlegra kaldyrða, götvar og grafninga vísinda, fræðin klók á
öllum bókum þeirra, sem efast, sem kanna og svífast einskis í
sundur-gerðum.
Áfram heldur það :—ríki Jesú Krists. Nýtt hjarta finnur
það öðru hvoru, logar af þvi og fer þjótandi til að segja öðrum
til þess. Ekki eru þeir haldnir trúar ofsa, meinlætum né ofstæki,
sem leigja heila blaðsíðu í Kansas City Star, í þessu skyni.